Lífið

Grétar Rafn og Manuela giftu sig í gær

Breki Logason skrifar
Grétar Rafn og Manuela setja upp hringana í Hollandi í gær
Grétar Rafn og Manuela setja upp hringana í Hollandi í gær

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson og fyrrverandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir, giftu sig í Hollandi í gær. Athöfnin var látlaus en þau giftu sig hjá borgardómara í Alkmaar en Grétar leikur með knattspyrnulliði bæjarins.

Á aðdáendasíðu AZ Alkmaar, liði Grétars, er lítil frétt um brúðkaupið en þar kemur fram að foreldrar þeirra hafi verið viðstaddir auk sonar Manuelu, Jóhanns Grétars, sem er tveggja ára. Einnig var umboðsmaður Grétars sem kallaður er "Jerry Kóngur" viðstaddur athöfnina með konu sinni Pauline og tveimur sonum þeirra.

Samkvæmt síðunni er stefnt á að halda stóra brúðkaupsveislu á Íslandi þegar tímabilinu lýkur hjá Grétari. Jóhann Grétar, sonur Manuelu, var hringaberi að sögn síðunnar en þeir sem sáu braúðhjónin fyrir utan áttuðu sig ekki á að þarna var víðfrægur knattspyrnukappi á ferð. Manuela og Grétar munu ekki fara í brúðkaupsferð strax þar sem það er leikur hjá Grétari á fimmtudaginn gegn Larissa í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.