Innlent

Fámennur hópur trúleysingja hindrar kirkjustarf í Seljahverfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju.
Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju.
Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju, telur að það sé vegna athugasemda frá fámennum en háværum hópi fólks sem leikskólastjórnendur í Seljahverfi hafi tekið þá ákvörðun að gera hlé á samstarfi kirkjunnar við leikskólana. Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær var greint frá því að þrír af fimm leikskólum í hverfinu hefðu tekið fyrir heimsóknir presta í leikskólana.

„Við höfum átt gott samstarf við stjórnendur leikskólanna og reyndar grunnskólanna líka," segir Bolli. Hann segir að þau rök sem hafi verið færð fyrir því að slíta samstarfi við skólana hafi verið þau að á Íslandi væri að skapast fjölþjóðlegt menningarsamfélag og sum börnin væru ekki kristinnar trúar. „Reyndar verð ég að taka fram að það er ekki fólk af erlendum uppruna sem er að gera athugasemdir. Það eru miklu frekar Íslendingar sem standa utan trúfélaga," segir Bolli til útskýringar.

Bolli segir að samstarf við grunnskólana í hverfinu gangi vel en þar eru bæði Seljaskóli og Ölduselsskóli. „Að minnsta kosti annar þeirra er að íhuga að taka upp vinaleiðina og við höfum við að ræða um það við skólastjórnendur," segir Bolli en nefnir ekki hvor skólinn það er.

Bolli segist glaður yfir því hversu vel sér sé tekið á meðal barna í hverfinu en foreldrar hafa haft á orði að hann sé stjarna í þeirra augum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×