Herskáir nýnasistar skjóta rótum hér á landi 30. nóvember 2007 16:06 Serbneskir meðlimir samtakanna Blood & Honour á söfnunartónleikum í Serbíu. „Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum. C 18 eða Combat 18 ku vera "vopnaði hluti" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi. Combat 18 eru nokkuð öflug á Norður-Írlandi og stóðu meðal annars fyrir óeirðum í kringum knattspyrnuleik N-Írlands og Englands árið 1995. Meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og setið í fangelsi eftir því sem Vísir kemst næst. Svo virðist sem forsvarsmenn síðunnar skapari.com séu að boða komu samtakanna hingað til lands en enginn virðist gangast við því að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað. Í skjóli nafnleysis básúna forsvarsmenn síðunnar svívirðingar og upphefja hinn hvíta kynstofn. Meðal annars segir á síðunni að pólitísk rétthugsun sé svo sterk hér á landi að almenningur þori ekki lengur að tjá sig. Síðan skapari.com sé liður í að breyta því. Skapari.com er hýst erlendis og skráð á bandaríska útvarpsmanninn Hal Turner sem er þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar. Vísir hefur áður sagt frá því að lögreglan rannsaki hverjir standi að baki síðunni. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu sem kannar hvaða lög hafa þar verið brotin. En meðal annars hafa niðrandi ummæli um nafngreinda íslendinga verið skrifuð á síðuna, þar á meðal um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands. Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
„Kynnið ykkur C 18 því það er komið til Íslands. Gaman verður í vetur," segir á íslensku rasistasíðunni skapari.com þar sem vísað er í einhverjar greinar tengdar samtökunum. C 18 eða Combat 18 ku vera "vopnaði hluti" bresku nasista samtakanna, Blood & Honour. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru meðal annars þekkt fyrir ofbeldi í garð innflytjenda. Tölustafurinn 18 er mikið notaður af nasistasamtökum víða um heim en talan vísar til upphafsstafa Adolf Hitlers. A er fyrsti stafurinn í stafrófinu og H er sá áttundi. Combat 18 eru nokkuð öflug á Norður-Írlandi og stóðu meðal annars fyrir óeirðum í kringum knattspyrnuleik N-Írlands og Englands árið 1995. Meðlimir samtakanna hafa verið handteknir og setið í fangelsi eftir því sem Vísir kemst næst. Svo virðist sem forsvarsmenn síðunnar skapari.com séu að boða komu samtakanna hingað til lands en enginn virðist gangast við því að bera ábyrgð á því sem þar er skrifað. Í skjóli nafnleysis básúna forsvarsmenn síðunnar svívirðingar og upphefja hinn hvíta kynstofn. Meðal annars segir á síðunni að pólitísk rétthugsun sé svo sterk hér á landi að almenningur þori ekki lengur að tjá sig. Síðan skapari.com sé liður í að breyta því. Skapari.com er hýst erlendis og skráð á bandaríska útvarpsmanninn Hal Turner sem er þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir sínar. Vísir hefur áður sagt frá því að lögreglan rannsaki hverjir standi að baki síðunni. Fjölmargar ábendingar hafa borist lögreglu sem kannar hvaða lög hafa þar verið brotin. En meðal annars hafa niðrandi ummæli um nafngreinda íslendinga verið skrifuð á síðuna, þar á meðal um Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands.
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent