Erlent

Osama bin Laden aðvarar NATO ríki

Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hvetur NATO ríki í Evrópu til að hætta allri samvinnu við Bandaríkjamenn um hernað í Afganistan, á nýrri hljóðupptöku, sem var gerð opinber í gær. Hann ítrekaði að það væri hann sjálfur sem bæri ábyrgð á árásunum þann 11. september 2001 en ekki Talíbanar, sem þá réðu ríkjum í Afganistan. Stjórnvöld í Afganistan sögðust í gær ekki kæra sig um afskipti bin Ladens af þeirra málum. Þau höfnuðu jafnframt þeim fullyrðingum hans að NATO hermenn hefðu drepið óbreytta borgara í Afganistan og segja að öfgahópar beri ábyrgð á mannfalli í landinu. Skilaboðin sem voru birt í gær eru þau fimmtu sem bin Laden sendir frá sér á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×