Innlent

Fjölbreyttari trúarfræðsla í stað nálgunarbanns presta

Sóknarpresturinn á Akureyri telur ekkert því til fyrirstöðu að íslam verði kynnt fyrir íslenskum skólabörnum. Betri leið sé að auka fjölbreytni trúarfræðslu en setja nálgunarbann á presta þjóðkirkjunnar.

Séra Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur lagði í predikun í Akureyrarkirkju um helgina út frá heitri umræðu um hvort kristið siðgæði skuli kennt í skólum. Rökin gegn því hafa verið helst nefnd að gæta verði hlutleysis í skólum landsins. En rökin halda ekki, segir presturinn, enda teljist 90 prósent þjóðarinnar til kristinnar trúar.

Í umræðum síðustu daga hefur sú skoðun komið fram hvort banna eigi prestum að heimsækja skólabörn í fræðsluskyni. Séra Svavar telur það fráleita hugmynd. Nær væri að stórauka fræðslu um önnur trúarbrögð.

Í stólræðunni sagði hann: „Ég sæi ekkert athugavert við það að mín börn fengju heimsókn múhameðstrúarklerks í trúarbragðafræðum... Gæti það ekki verið liður í að útrýma fordómum um íslamskan átrúnað og auka umburðarlyndi barnanna."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×