Erlent

Simpansar sigruðu stúdenta á minnisprófi

Það hefur löngum verið vitað að simpansar eru gáfuð dýr en að þessir apar geti slegið mönnum við á minnisprófum er nýlunda.

Hingað til hefur þetta verið álitið ómögulegt en ný rannsókn bendir til annars. Vísindamenn við Koyoto háskólann í Japan létu háskólastúdenta keppa við fjóra simpansa í minnisprófi um tölur. Öpunum hafði áður verið kennt að telja frá einum og upp í níu.

Prófið fólst í að tölur birtust örstutt á skjá og átti viðkomandi að muna hvar á skjánum þær höfðu birtst. Í ljós kom að aparanir unnu stúdentana í nær hvert sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×