Varar við því að draga einfaldar ályktanir af PISA-könnun 5. desember 2007 11:21 MYND/GVA Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, varar við því að menn dragi einfaldar ályktanir af niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar á námsárangri íslenskra grunnskólanema í samanburði við nemendur í öðrum löndum. Hann bindur vonir við að ný frumvörp um menntamál þjóðarinnar færi hlutina til betri vegar.Í samanburðarkönnun 57 landa sem birt var í gær kom í ljós að staða íslenskra grunnskólanema gagnvart jafnöldrum sínum hefði versnað á milli árannna 2000 og 2006. Þannig hefur lesskilningi íslenskra nemenda hrakað marktækt á tímabilinu og er Ísland fyrir neðan meðaltal OECD í náttúrurfræði.Ólafur segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart en segir að forðast beri að draga einfaldar ályktanir af þessari rannsókn. Það þýði ekki einungis að horfa á þessar samanburðarniðurstöður heldur verði að setja þær í samhengi við aðrar rannsóknir þegar leitað er skýringa á slökum árangri. „Þetta er samspil margra mjög flókinna þátta sem taka bæði til skólans og samfélagsins," segir Ólafur og nefnir meðal annars aga, kennslu, námsbækur og aðstæður á heimilinu, eins og hvatningu til náms, í því sambandi.Aðspurður hvernig niðurstöðurnar snúi að kennslu í landinu segir Ólafur: „Við höfum talað um það í áratugi að lengja kennaranám og nú á loks að fara að gera það. Menntamálaráðherra hefur lagt fram fjögur góð frumvörp sem gera kröfur um fimm ára háskólanám hjá kennurum," segir Ólafur og bendir á að Íslendingar séu með eina stystu kennaramenntun í vestrænum ríkum.Ólafur bendir á að Finnar, sem verið hafa meðal efstu þjóða í PISA-könnunum, hafi fyrstir þjóða gert fimm ára kennaramenntun að skyldu og hann geti ekki lokað augunum fyrir því að tengsl geti verið þarna á milli. Hann tekur þó skýrt fram að hann telji ekki að íslenskir kennarar standi sig illa en alltaf megi gera betur.Ólafur segir að Kennaraháskólinn hafi um nokkurt skeið undirbúið það að lengja kennaranám í fimm ár og hann telur ótvírætt að það muni skila betri árangri í skólum. Hann bendir þó á að breytingarnar taki tíma og því megi ekki búast við gjörbyltingu á næstu árum. „En það er ekki nóg að huga að grunnmenntun heldur þurfum við einnig að efla endurmenntun hjá starfandi kennurum," segir Ólafur enn fremur.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira