Innlent

Sendiferðabíll fullur af þýfi fannst fyrir utan Selfoss

Andri Ólafsson skrifar

Lögreglan á Selfossi fann um helgina sendiferðabíl sem hún hafði lýst eftir skömmu áður í tengslum við innbrotahrinu á Suðurlandi. Bíllinn var fullur af þýfi sem lögreglan hefur rakið til að minnsta kosti sex innbrota sem framin voru í síðustu viku.

Þá fannst í bílnum sæþota, gúmmíbátur og utanborðsmótor sem lögregla kann ekki deili á. Hún óskar eftir því að þeir sem kunni að sakna slíkra muna hafi samband.

Einn hefur verðið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins. Sá fannst sofandi á vettvangi eins innbrotsins en talið er að hann eigi samverkamenn. Lögregla hefur nokra grunaða og vinnur nú í því að taka af þeim skýrslur.

Að öðru leiti verst hún frétta enda málið ennþá á rannsóknarstigi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×