Heimsfrægur á Íslandi eftir símtal í Hvíta húsið Breki Logason skrifar 6. desember 2007 14:56 Vífill Atlason er ánægður með athyglina sem hann hefur fengið í kjölfar símtals í Hvíta húsið. "Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu." Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
"Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu."
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Julian McMahon látinn Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira