Trefjarnar voru úr fötum Kristins Veigars 11. desember 2007 17:28 Hinn grunaði var handtekinn skömmu eftir slysið. Efnisþræðirnir sem fundust á bifreið mannsins, sem handtekinn var í tengslum við bílslysið í Keflavík, þegar fjögurra ára gamall drengur lést, voru úr fötum drengsins. Lögregla krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir manninum í dag en Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði hann í farbann til 8. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Tilkynningin fer hér eftir Í tengslum við rannsókn á banaslysi sem varð á Vesturgötu í Reykjanesbæ föstudaginn 30. nóvember, þar sem fjögurra ára drengur lét lífið, sendi lögreglan á Suðurnesjum, með aðstoð embættis ríkislögreglustjóra, til tæknirannsóknar hjá tæknideild norsku lögreglunnar efnisþræði sem fundust á bifreið sem haldlögð var í þágu rannsóknar slyssins. Niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur nú fyrir og staðfestir hún að téðir efnisþræðir samsvara efnisþráðum sem teknir voru úr fatnaði hins látna. Styður niðurstaðan enn frekar þá tæknirannsókn sem gerð hafði verið á bifreiðinni og unnin var af tæknideildum lögreglu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu með aðkomu réttarlæknis og sérfræðings frá fræðslumiðstöð bílgreina.Meintur ökumaður bifreiðarinnar hefur þráfaldlega neitað að hafa valdið slysinu, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. desember síðastliðnum. Lögreglan á Suðurnesjum krafðist þess í héraðsdómi Reykjaness í dag að honum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að hann skyldi sæta farbanni til 8.janúar næstkomandi. Sá úrskurður var af hálfu lögreglu þegar kærður til Hæstaréttar Íslands. Rannsókn málsins er umfangsmikil og flókin og að svo stöddu verða ekki veittar frekari upplýsingar um hana. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Efnisþræðirnir sem fundust á bifreið mannsins, sem handtekinn var í tengslum við bílslysið í Keflavík, þegar fjögurra ára gamall drengur lést, voru úr fötum drengsins. Lögregla krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds yfir manninum í dag en Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði hann í farbann til 8. janúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Tilkynningin fer hér eftir Í tengslum við rannsókn á banaslysi sem varð á Vesturgötu í Reykjanesbæ föstudaginn 30. nóvember, þar sem fjögurra ára drengur lét lífið, sendi lögreglan á Suðurnesjum, með aðstoð embættis ríkislögreglustjóra, til tæknirannsóknar hjá tæknideild norsku lögreglunnar efnisþræði sem fundust á bifreið sem haldlögð var í þágu rannsóknar slyssins. Niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur nú fyrir og staðfestir hún að téðir efnisþræðir samsvara efnisþráðum sem teknir voru úr fatnaði hins látna. Styður niðurstaðan enn frekar þá tæknirannsókn sem gerð hafði verið á bifreiðinni og unnin var af tæknideildum lögreglu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu með aðkomu réttarlæknis og sérfræðings frá fræðslumiðstöð bílgreina.Meintur ökumaður bifreiðarinnar hefur þráfaldlega neitað að hafa valdið slysinu, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 2. desember síðastliðnum. Lögreglan á Suðurnesjum krafðist þess í héraðsdómi Reykjaness í dag að honum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi í fjórar vikur. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að hann skyldi sæta farbanni til 8.janúar næstkomandi. Sá úrskurður var af hálfu lögreglu þegar kærður til Hæstaréttar Íslands. Rannsókn málsins er umfangsmikil og flókin og að svo stöddu verða ekki veittar frekari upplýsingar um hana.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira