Jón Halldór: Keflvíkingar sætta sig ekki við 2. sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 15:00 Jón Halldór tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express. Mynd/E. Stefán Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur sem er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. Liðið hefur því unnið alla leiki sína nema einn þar sem Grindavík vann Keflavík á heimavelli í næstsíðustu umferð. Keflavík átti þrjá leikmenn í liði umferðanna og segir Jón Halldór að hann hefði helst að allir í liðinu væru Keflvíkingar. „En þetta er auðvitað frábær árangur," sagði hann. „Þetta tímabil hefur bæði verið gott og slæmt fyrir okkur. Við höfum verið að spila frábæran körfubolta og leikmenn hafa unnið afar vel á æfingum sem hefur skilað sér í leikina. En á móti kemur að við misstum fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum frá síðasta tímabili en það hefur þó ekki komið að sök." Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur eru á toppi sinna deilda en karlaliðið hefur unnið alla sína níu leiki til þessa. „Hvorugt lið gerði nokkurn skapaðan hlut á síðasta tímabili," sagði Jón Halldór. „Keflavík er stærsti körfuboltaklúbbur landsins, að minnsta kosti hvað iðkendafjölda varðar. Menn sætta sig ekkert við það að lenda í öðru sæti enda man enginn hver lenti í öðru sæti. Það eru allir í Keflavík samstilltir um að vinna alla titla." En þó svo að Keflavík eigi marga góða leikmenn segir Jón Halldór að liðsheildin sé mikilvægust. „Sterkir leikmenn vinna kannski einstaka leiki en aldrei titla. Lið vinna titla vegna góðrar liðsheildar og ég tel að Keflavík sé með mjög sterka liðsheild." Jón Halldór segir einnig að tapið í Grindavík hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að segja það alveg eins og er. En þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hittum afar illa. Skotnýting okkar í þriggja stiga skotum var 14,1% og við klikkuðum einnig á fjórtán vítaköstum. En þrátt fyrir það töpuðum við með tveggja stiga mun í framlengingu." „Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og mun það ekki gerast aftur í vetur." Í næsta leik unnu Keflvíkingar góðan og öruggan sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík er í því fjórða. „Við þurfum að sýna í hvert einasta skipti sem við spilum að við ætlum okkur að vinna. Eftir tapið þurftum við að koma til baka með stæl og gerðum við það." Á morgun verður sannkallaður toppslagur í deildinni þar sem efstu tvö liðin, Keflavik og KR, mætast. Ef KR vinnur verða liðin jöfn að stigum en ef Keflavík vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Halldór vill þó ekki meina að þar með sé liðið stungið af. „Ég veit það nú ekki. Ef það verður talað um það verður það vegna þess eitthvað vonleysi grípur um sig í hinum liðunum." Efri röð frá vinstri: Monique Martin, KR, Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík. Neðri röð frá vinstri: TaKesha Watson, Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.Mynd/E. StefánJón Halldór Eðvarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express.Mynd/E. StefánTaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, með verðlaunin sín.Mynd/E. StefánPálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík og Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Iceland Express.Mynd/E. StefánHannes Jónsson formaður KKÍ færir Margréti Köru Sturludóttur viðurkenningu sína.Mynd/E. StefánKristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, var valin í lið umferðanna.Mynd/E. StefánMonique Martin var eini leikmaður KR í liði umferðanna. Hér fær hún viðurkenningu sína frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. StefánTaKesha Watson fær hér viðurkenningu sína fyrir að vera í liði umferðanna frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. Stefán Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur sem er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. Liðið hefur því unnið alla leiki sína nema einn þar sem Grindavík vann Keflavík á heimavelli í næstsíðustu umferð. Keflavík átti þrjá leikmenn í liði umferðanna og segir Jón Halldór að hann hefði helst að allir í liðinu væru Keflvíkingar. „En þetta er auðvitað frábær árangur," sagði hann. „Þetta tímabil hefur bæði verið gott og slæmt fyrir okkur. Við höfum verið að spila frábæran körfubolta og leikmenn hafa unnið afar vel á æfingum sem hefur skilað sér í leikina. En á móti kemur að við misstum fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum frá síðasta tímabili en það hefur þó ekki komið að sök." Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur eru á toppi sinna deilda en karlaliðið hefur unnið alla sína níu leiki til þessa. „Hvorugt lið gerði nokkurn skapaðan hlut á síðasta tímabili," sagði Jón Halldór. „Keflavík er stærsti körfuboltaklúbbur landsins, að minnsta kosti hvað iðkendafjölda varðar. Menn sætta sig ekkert við það að lenda í öðru sæti enda man enginn hver lenti í öðru sæti. Það eru allir í Keflavík samstilltir um að vinna alla titla." En þó svo að Keflavík eigi marga góða leikmenn segir Jón Halldór að liðsheildin sé mikilvægust. „Sterkir leikmenn vinna kannski einstaka leiki en aldrei titla. Lið vinna titla vegna góðrar liðsheildar og ég tel að Keflavík sé með mjög sterka liðsheild." Jón Halldór segir einnig að tapið í Grindavík hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að segja það alveg eins og er. En þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hittum afar illa. Skotnýting okkar í þriggja stiga skotum var 14,1% og við klikkuðum einnig á fjórtán vítaköstum. En þrátt fyrir það töpuðum við með tveggja stiga mun í framlengingu." „Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og mun það ekki gerast aftur í vetur." Í næsta leik unnu Keflvíkingar góðan og öruggan sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík er í því fjórða. „Við þurfum að sýna í hvert einasta skipti sem við spilum að við ætlum okkur að vinna. Eftir tapið þurftum við að koma til baka með stæl og gerðum við það." Á morgun verður sannkallaður toppslagur í deildinni þar sem efstu tvö liðin, Keflavik og KR, mætast. Ef KR vinnur verða liðin jöfn að stigum en ef Keflavík vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Halldór vill þó ekki meina að þar með sé liðið stungið af. „Ég veit það nú ekki. Ef það verður talað um það verður það vegna þess eitthvað vonleysi grípur um sig í hinum liðunum." Efri röð frá vinstri: Monique Martin, KR, Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík. Neðri röð frá vinstri: TaKesha Watson, Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.Mynd/E. StefánJón Halldór Eðvarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express.Mynd/E. StefánTaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, með verðlaunin sín.Mynd/E. StefánPálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík og Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Iceland Express.Mynd/E. StefánHannes Jónsson formaður KKÍ færir Margréti Köru Sturludóttur viðurkenningu sína.Mynd/E. StefánKristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, var valin í lið umferðanna.Mynd/E. StefánMonique Martin var eini leikmaður KR í liði umferðanna. Hér fær hún viðurkenningu sína frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. StefánTaKesha Watson fær hér viðurkenningu sína fyrir að vera í liði umferðanna frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. Stefán
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59