Lögreglan á Suðurnesjum harmar að maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið bílnum sem varð fjögurra ára dreng að bana á Vesturgötu í Reykjanesbæ skyldi hafa verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hæstiréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð yfir manninum til 8. janúar næstkomandi.
„Skaðinn var þegar skeður þegar Héraðsdómur ákvað að sleppa manninum lausum og hinn meinti ökumaður náði að ráðfæra sig við vitni sem voru ósamhljóða í málinu," sagði Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Hann segist skilja afstöðu Hæstaréttar en harmi að Héraðsdómur hafi tekið þessa ákvörðun.
Harma að meintur ökumaður gangi laus
