Lífið

Kisa fauk á stofuglugga

SEV skrifar
Það getur komið sér vel að eiga níu líf.
Það getur komið sér vel að eiga níu líf. MYND/Víkurfréttir

Óveðrið fer ekki betur með ferfætlinga en fólk og það eru ekki bara gámar og koparþök sem takast á loft í veðurhamnum.

„Hann hefur örugglega týnst greyið, komið fljúgandi einhversstaðar frá. Það var svo rosalega hvasst hérna hjá okkur," sagði Andrea Gunnarsdóttir íbúi á Norðurgarði 25 í Reykjanesbæ.

Á vef Víkurfrétta er sagt frá því að hún og maður hennar hafi orðið fyrir þeirri furðulegu lífsreynslu í óveðrinu í fyrradag að köttur skall með þungum dynk á stofuglugga þeirra.

Þau drifu sig út og björguðu kisa, sem var að vonum brugðið. Hann jafnaði sig þó fljótt, og dvelur nú í góðu yfirlæti hjá bjargvættum sínum á Norðurgarðinum. Kisi hefur að sögn Andreu lítinn áhuga haft á því að fara aftur út.

Hann saknar þó líklega eigenda sinna, sem eru eindregið hvattir til að hafa samband í síma 894 3390.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×