Innlent

Annar Pólverji í nauðgunarmáli mögulega flúinn land

Grunur leikur á að Jaroslaw Pruczynski, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í nauðgun á Selfossi þann 27 október síðastliðinn, hafi rofið farbann og flúið land. Fyrir skömmu rauf félagi hans, Przemyslaw Pawel Krymski. sem grunaður er um aðild að sömu naugun, einnig farbann og flúði land. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að við rannsókn þessa máls hafi glögglega komið í ljós að farbann sé afar veikt úrræði til að tryggja að útlendingar, sem koma frá löndum innan Schengen svæðisins haldi sig á Íslandi meðan þeim er bönnuð för frá Íslandi.

Það er mat lögreglustjóra að grípi þurfi til annarra ráða en nú eru tiltæk og mætti að hans sögn vel hugsa sér að nota nýjustu tækni í því skyni, svo sem staðsetningartæki á viðkomandi auk þess að taka upp tilkynningarskyldu viðkomandi. Að auki mætti taka upp þann hátt að viðkomandi greiði umtalsverða fjárhæð til tryggingar því að þeir séu tiltækir en sæti gæzluvarðhaldi ella að mati dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×