Innlent

Leikfangaverslanir í hart

Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just4Kids.
Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just4Kids.

Lögmenn Toys'R'Us hafa sent bréf til leikfangaverslunarinnar Just4Kids og hóta aðgerðum ef Just4Kids hættir ekki að bera saman verð verslananna tveggja í auglýsingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Just4Kids. Þar kemur einnig fram að lögmenn Toys-R-Us krefjist þess einnig að því verði haldið fram að verðið í Just4Kids sé "miklu, miklu lægra en í Toys-R-Us".

"Við svörum svona bréfum ekki öðruvísi en með beinum markaðsaðgerðum", segir Elías Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Just4Kids. "Þetta er einfaldlega hörð samkeppni og almenningur hefur tekið verðlækkun okkar fagnandi. Við höfum birt raunverulegt verð á leikföngum í þessum verslunum, meðal annars með því að birta kassakvittanir úr báðum verslunum og við stöndum fyllilega við það að vera miklu ódýrari en Toys-R-Us. Þeir hafa greinilega ekki annað svar en að hóta lögfræðiaðgerðum," segir Elías

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×