Vinir og vandamenn í dómarasætin 21. desember 2007 15:00 Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Vísir/Anton Brink Vinir og vandamenn Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið fyrir í þremur umdeildum stöðuveitingum við dómstóla landsins á undanförnum fjórum árum. Þá hafa margir af frammámönnum Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum komið að stöðuveitingunum umdeildu. Málin sem um ræðir eru þessi:Ólafur Börkur Þorvaldsson.Ólafur Börkur Þorvaldsson skipaður í Hæstarétt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði Ólaf Börk, sem áður var dómsstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, hæstaréttardómara 1. september 2003. Sú skipun þótti umdeild enda voru Eiríkur Tómasson lagaprófessor og Ragnar Hall taldir hæfari í mati Hæstaréttar auk Hjördísar Hákonardóttur. Bentu gagnrýnendur enn fremur á að Ólafur Börkur væri frændi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Þegar Ólafur Börkur var skipaður dómari var það rökstutt með kunnáttu hans á sviði Evrópuréttar. Það var ekki tekið fram í auglýsingu að slíkrar kunnáttu væri þörf og tók Umboðsmaður Alþingis sérstaklega til þess í áliti sínu vegna erindis Eiríks Tómassonar og Ragnars H. Hall. Þá leitaði Hjördís Hákonardóttir til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Björns og komst nefndin að því að dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög. Björn Bjarnason lét í kjölfarið hafa eftir sér að jafnréttislögin væru barn síns tíma.Jón Steinar Gunnlaugsson.MYND/E.ÓlJón Steinar Gunnlaugsson skipaður í Hæstarétt Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, skipaði Jón Steinar, sem þá var starfandi lögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík, hæstaréttardómara þann 29. september 2004. Jón Steinar er gamall vinur Davíðs Oddssonar. Sú skipun þótti ekki síður umdeild enda töldu átta hæstaréttardómarar af níu að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson lagaprófessorar hæfastir umsækjenda. Næst þeim kom Hjördís Björk Hákonardóttir og þar á eftir komu Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti. Taldi hann hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta dómararnir höfðu tekið þann kost gerði hann það líka en með fyrirvara. Tilgreindi hann Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og sagði hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því væri honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gerðu. Þegar Geir H. Haarde skipaði Jón Steinar í embættið bað hann Hæstarétt að endurmeta hæfi umsækjenda með tilliti til lögmannsreynslu þeirra. Var Jón Steinar skipaður í embættið á þeirri forsendu en í upphaflegri auglýsingu fyrir embættið var ekki tekið fram að sérstaklega væri leitað eftir lögmannsreynslu. Þess má geta að þegar Páll Hreinsson var skipaður hæstaréttardómari í haust töldu hvorki Jón Steinar né Ólafur Börkur það í verkahring Hæstaréttar að raða umsækjendum í hæfnisröð.Þorsteinn Davíðsson.Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra, skipaði Þorstein í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurland eystra og Héraðsdóm Austurlands í gær. Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar. Fimm umsækjendur voru um starfið og voru þrír þeirra metnir hæfari en Þorsteinn samkvæmt nefnd sem lögum samkvæmt er falið að kanna hæfi umsækjenda. Flokkarnir eru óhæfur, hæfur, vel hæfur og mjög vel hæfur. Þrír umsækjendur töldust mjög vel hæfir en Þorsteinn og annar umsækjandi töldust hæfir. „Það vekur furðu mína að gengið hafi verið framhjá áliti nefndarinnar með þessum hætti," sagði Eggert Óskarsson, einn nefndarmanna, í samtali við Vísi í gær. Árni Mathiesen varði hins vegar skipunina á þann hátt að hann væri ekki sammála nefndinni. Þegar Vísir bað Árna um að rökstyðja ákvörðun sína sagði hann að Þorsteinn Davíðsson hefði að hans mati „fjölþættari reynslu á þeim sviðum sem skipta máli í þessu.“ Aðspurður hvaða reynslu hann ætti við svaraði Árni: „Ja, meðal annars störf hans sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“ Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Vinir og vandamenn Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra og fyrrverandi forsætisráðherra, hafa komið fyrir í þremur umdeildum stöðuveitingum við dómstóla landsins á undanförnum fjórum árum. Þá hafa margir af frammámönnum Sjálfstæðisflokksins á síðustu árum komið að stöðuveitingunum umdeildu. Málin sem um ræðir eru þessi:Ólafur Börkur Þorvaldsson.Ólafur Börkur Þorvaldsson skipaður í Hæstarétt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði Ólaf Börk, sem áður var dómsstjóri í Héraðsdómi Suðurlands, hæstaréttardómara 1. september 2003. Sú skipun þótti umdeild enda voru Eiríkur Tómasson lagaprófessor og Ragnar Hall taldir hæfari í mati Hæstaréttar auk Hjördísar Hákonardóttur. Bentu gagnrýnendur enn fremur á að Ólafur Börkur væri frændi Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra. Þegar Ólafur Börkur var skipaður dómari var það rökstutt með kunnáttu hans á sviði Evrópuréttar. Það var ekki tekið fram í auglýsingu að slíkrar kunnáttu væri þörf og tók Umboðsmaður Alþingis sérstaklega til þess í áliti sínu vegna erindis Eiríks Tómassonar og Ragnars H. Hall. Þá leitaði Hjördís Hákonardóttir til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Björns og komst nefndin að því að dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög. Björn Bjarnason lét í kjölfarið hafa eftir sér að jafnréttislögin væru barn síns tíma.Jón Steinar Gunnlaugsson.MYND/E.ÓlJón Steinar Gunnlaugsson skipaður í Hæstarétt Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, skipaði Jón Steinar, sem þá var starfandi lögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík, hæstaréttardómara þann 29. september 2004. Jón Steinar er gamall vinur Davíðs Oddssonar. Sú skipun þótti ekki síður umdeild enda töldu átta hæstaréttardómarar af níu að Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson lagaprófessorar hæfastir umsækjenda. Næst þeim kom Hjördís Björk Hákonardóttir og þar á eftir komu Allan Vagn Magnússon, Eggert Óskarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson. Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði séráliti. Taldi hann hæpið að raða umsækjendum eftir hæfni en þar sem hinir átta dómararnir höfðu tekið þann kost gerði hann það líka en með fyrirvara. Tilgreindi hann Jón Steinar Gunnlaugsson sérstaklega í umsögn sinni vegna kunnáttu hans og reynslu og sagði hann vera afburðamann á sviði lögfræði. Því væri honum ómögulegt að raða Jóni jafn aftarlega og aðrir dómarar Hæstaréttar gerðu. Þegar Geir H. Haarde skipaði Jón Steinar í embættið bað hann Hæstarétt að endurmeta hæfi umsækjenda með tilliti til lögmannsreynslu þeirra. Var Jón Steinar skipaður í embættið á þeirri forsendu en í upphaflegri auglýsingu fyrir embættið var ekki tekið fram að sérstaklega væri leitað eftir lögmannsreynslu. Þess má geta að þegar Páll Hreinsson var skipaður hæstaréttardómari í haust töldu hvorki Jón Steinar né Ólafur Börkur það í verkahring Hæstaréttar að raða umsækjendum í hæfnisröð.Þorsteinn Davíðsson.Þorsteinn Davíðsson skipaður héraðsdómari Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra, skipaði Þorstein í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurland eystra og Héraðsdóm Austurlands í gær. Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar. Fimm umsækjendur voru um starfið og voru þrír þeirra metnir hæfari en Þorsteinn samkvæmt nefnd sem lögum samkvæmt er falið að kanna hæfi umsækjenda. Flokkarnir eru óhæfur, hæfur, vel hæfur og mjög vel hæfur. Þrír umsækjendur töldust mjög vel hæfir en Þorsteinn og annar umsækjandi töldust hæfir. „Það vekur furðu mína að gengið hafi verið framhjá áliti nefndarinnar með þessum hætti," sagði Eggert Óskarsson, einn nefndarmanna, í samtali við Vísi í gær. Árni Mathiesen varði hins vegar skipunina á þann hátt að hann væri ekki sammála nefndinni. Þegar Vísir bað Árna um að rökstyðja ákvörðun sína sagði hann að Þorsteinn Davíðsson hefði að hans mati „fjölþættari reynslu á þeim sviðum sem skipta máli í þessu.“ Aðspurður hvaða reynslu hann ætti við svaraði Árni: „Ja, meðal annars störf hans sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.“
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira