Innlent

Forseti Íslands hitti Bhutto

Forseti Íslands segir að Bhutto hafi verið virtur leiðtogi sem varaði eindregið við hryðjuverkum og öfgaöflum.
Forseti Íslands segir að Bhutto hafi verið virtur leiðtogi sem varaði eindregið við hryðjuverkum og öfgaöflum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vottar fjölskyldu Benazir Bhutto og pakistönsku þjóðinni einlæga samúð sína í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér nú fyrir stundu. Ólafur segir morðið vera hörmulega áminningu um fórnirnar sem einatt eru færðar þegar reynt er að festa lýðræði í sessi. Bhutto var myrt í morgun.

„Benazir Bhutto var virtur leiðtogi sem varaði eindregið við hryðjuverkum og öfgaöflum. Hún var hámenntuð og víðsýn; því kynntist ég vel í samræðum okkar á fyrri árum, geislaði af orku og baráttukrafti. Hún hafði djúpan skilning á sameiginlegum hagsmunum Vesturlanda og ríkja sem aðhyllast múhameðstrú. Með dauða hennar hafa sáttaöflin misst öflugan forystumann," segir Ólafur Ragnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×