Erlent

Fráfall Bhuttos mun hafa alvarleg áhrif

Jóhanna Kristjónsdóttir telur að fráfall Bhuttos geti haft alvarleg áhrif.
Jóhanna Kristjónsdóttir telur að fráfall Bhuttos geti haft alvarleg áhrif.

Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, segir að fráfall Benazir Bhutto geti haft afskaplega alvarlega áhrif fyrir pakistönsku þjóðina. Jóhanna hefur kynnt sér ítarlega stjórnmálaástand og menningu í Austurlöndum.

„Pakistan er náttúrulega mjög stjórnlaust ríki og þjóðin hefur ekki gert upp við sig hvort hún eigi að tilheyra hinum vestræna heimi eða múslimum," segir Jóhanna.

„Ég er ekki viss um að heimkoma Búttó hafi verið heppileg. Margt fólk hefur látist síðan að hún sneri úr útlegð, saklaust fólk, eins og oftast er þegar átök eru," segir Jóhanna.

„Bhutto var ekki vinsæl þegar hún var við völd. Það þótti þrífast spilling í skjóli hennar og fjölskylda hennar hafði ekki gott á sér," segir Jóhanna. Hún segir að pakistanska þjóðin sé klofin og það sé sérstakt áhyggjuefni að ekki sé neinn í sjónmáli sem geti sameinað þessa þjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×