Lífið

Slegin í andlitið á tónleikum Idolstjörnu

Breki Logason skrifar
Ingólfur Þórarinsson
Ingólfur Þórarinsson

Vísir sagði frá því í morgun að ráðist hefði verið á mann í Bankastræti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon. Var hann sleginn í andlitið og kinnbeins- og nefbrotinn auk þess sem nokkrar tennur brotnuðu.

Inni á Sólon var Ingólfur Þórarinsson betur þekktur sem Ingó úr Idolinu að spila. Hann staðfesti að slagsmálin hefðu hafist þegar hann var að spila. „Það var einhver gaur með fylleríslæti og alltaf að biðja um óskalag og með tóm leiðindi. Hann henti skyndilega Magic dós í gítarinn minn," segir Ingó og bætir því við að hann hafi hætt að spila og þögn hefði slegið á salinn.

Einn tónleikagestur gerði athugasemd við þessa hegðun mannsins en því var svarað með hnefahöggi. Ingó segir að hann hafi heyrt að slagsmálin hafi haldið áfram fyrir utan staðinn með fyrrgreindum afleiðingum.

Ingó segir að sér hafi þó ekki orðið meint af en þetta hafi síður en svo verið skemmtileg uppákoma.

Ingó var yfirleitt kallaður James Dean þegar hann var í Idolinu og skemmst er að minnast þess þegar hann aðstoðaði Óla Geir fyrrum Herra Ísland að ná kærustu sinni aftur. Þá mætti hann í limmósínu með Óla og lék ljúfa tóna fyrir stúlkuna sem kolféll aftur fyrir sjarmörnum úr Keflavík.

Ingó er að spila í kvöld í félagsheimilinu í Þorlákshöfn og hefjast tónleikarnir á miðnætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.