Innlent

Ellefu menn fastir á Langjökli

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Björgunarsveitarmenn eru á leið upp að Langjökli til að sækja þangað ellefu manna hóp sem hefur ekki komist lönd né strönd vegna veðurs og færðar. Ekkert amar að hópnum, sem er á sjö bílum, en fólkið hafði samband við lögreglu og óskaði eftir aðstoð í nótt. Það hefur setið kyrru fyrir síðan í gærkvöldi og mun fólkinu orðið kalt en aðeins einn bíll af sjö er í gangi.

Annars hefur verið tiltölulega rólegt hjá björgunarsveitunum á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir hvassviðrið. Á fjórða tug björgunarsveitamanna hefur verið á vaktinni síðan klukkan fjögur í nótt og hefur sinnt nokkrum útköllum vegna þess að þakplötur, loftnetsgreiður og annað lauslegt hefur fokið. Þá hafa rúður líka brotnað en engin slys hafa orðið á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×