Innlent

Ástþór aftur í forsetann

Breki Logason skrifar
Ástþór Magnússon kýs sjálfan sig í kosningunum 2004.
Ástþór Magnússon kýs sjálfan sig í kosningunum 2004.

Ástþór Magnússon ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands á þessu ári. Þetta staðfesti fyrrum kosningastjóri Ástþórs í samtali við Vísi.

Ástþór sem lengi hefur talað fyrir friðarmálum og meðal annars rekur samtökin Friður 2000 hefur tvisvar áður boðið sig fram gegn Ólafi Ragnari.

Hann tók þátt í slagnum þegar Ólafur vann fyrst árið 1996 og síðan var hann mættur aftur árið 2004 en þá bauð Baldur nokkur Ágústsson sig einnig fram.

Ólafur Ragnar hefur gefið út að hann sé tilbúinn til þess að gegna embættinu annað kjörtímabil. En hann hefur nú setið sem forseti í tólf ár.

Ástþór hefur búið í Kaupmannahöfn undanfarið en er nú að baða sig í sólinni í Portúgal um þessar mundir, væntanlega að leggja á ráðin um komandi kosningar.

Það er því von á fjörugum forsetakosningum á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×