Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur Breki Logason skrifar 10. janúar 2008 14:55 „Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira