Innlent

Nizza með hrís og hambjöllum

Í rauða hringnum sjást hambjöllurnar sem fundust í súkkulaðinu.
Í rauða hringnum sjást hambjöllurnar sem fundust í súkkulaðinu.

Sælgætisgerðin Nói Siríus hefur nú til meðferðar ábendingu frá neytanda sem varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynlu í dag að finna tvö lítil skordýr í súkkulaðistykki af gerðinni Nizza.

Rúnar Ingibjartsson, gæðastjóri hjá sælgætisgerðinni, segir að skordýrin sem fundust hafi verið hamur af tveim hambjöllum. Hann sagði í samtali við Vísi að kannað yrði hvernig skordýrin komust í súkkulaðið. Alvarlegt væri ef það hefði gerst á framleiðslustigi enda væru þá líkur á því að slík dýr finnist í fleiri stykkjum.

Rúnar tekur það hins vegar fram að alveg jafn líklegt sé að skordýrið hefði borist í stykkið þegar það var opnað.

"Við höldum öllum möguleikum opnum og könnum málið nánar," segir Rúnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×