Námsráðgjöf og aukinn netaðgangur fyrir fanga 18. janúar 2008 12:09 MYND/Heiða Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni, sem sett var á laggirnar að tillögu Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi fangelsismálastjóra, var sérstaklega falið að huga að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun fanga af erlendum uppruna og þeim hópi fanga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út úr skyldunámi. Nefndin lítur svo á að nám í fangelsi, ásamt öðrum meðferðarúrræðum sem í boði eru, gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og bendir á að margar rannsóknir sýni fram á að menntun í fangelsi hafi fyrirbyggjandi áhrif. Hún leggur því til að fangar verði hvattir til að nýta tímann í fangelsi til náms og þeim standi til boða kynning á námsmöguleikum, mat á fyrra námi, mat á raunfærni, áhugasviðsrannsókn, aðstoð við gerð námsáætlunar og við að skipuleggja frekara nám. Þýðingarmikið sé að bjóða upp á öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Góð aðstaða til að stunda nám þurfi að vera til staðar í öllum fangelsum og tryggja þurfi föngum aðgang að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við. Nefndin leggur til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi gegni áfram lykilhlutverki í menntun fanga á Litla-Hrauni og að skólanum verði einnig falið það hlutverk að sjá til þess að föngum almennt standi til boða að stunda nám. Bæta þarf aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar Þá bendir nefndin á að erfitt sé að stunda nám í dag nema hafa aðgang að Netinu og leggur til að takmörkuð nettenging verði fyrir hendi í öllum fangelsum og rýmri heimildir í opnum fangelsum. Rýmka þurfi heimild til netnotkunar í lögum um fullnustu refsinga. Þá þurfi að bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar í fangelsum og skapa þarf störf sem geta nýst til starfsþjálfunar og þannig verið hluti af námi. Enn fremur þurfi að koma til móts við þarfir fanga með stutta skólagöngu að baki m.a. með námskeiðum til að bæta grunnfærni í lestri, stærðfræði og tölvunotkun. Þá vill nefndin að hugað verði að íslenskukennslu fyrir erlenda fanga sem dvelja um langan tíma í íslenskum fangelsum og að möguleikum fanga af erlendum uppruna sem munu fara úr landi að lokinni afplánun á að stunda fjarnám við menntastofnanir í heimalöndum sínum. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Nefnd á vegum menntamálaráðherra leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi hið fyrsta til þess að sinna föngum bæði á Litla-Hrauni og annars staðar á landinu. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að nefndinni hafi verið falið að vinna að stefnumótun í menntunarmálum fanga. Nefndinni, sem sett var á laggirnar að tillögu Valtýs Sigurðssonar, fyrrverandi fangelsismálastjóra, var sérstaklega falið að huga að fjarkennslu gegnum Netið, verkmenntun, menntun fanga af erlendum uppruna og þeim hópi fanga sem af ýmsum ástæðum hafa fallið út úr skyldunámi. Nefndin lítur svo á að nám í fangelsi, ásamt öðrum meðferðarúrræðum sem í boði eru, gegni lykilhlutverki í endurhæfingu fanga og bendir á að margar rannsóknir sýni fram á að menntun í fangelsi hafi fyrirbyggjandi áhrif. Hún leggur því til að fangar verði hvattir til að nýta tímann í fangelsi til náms og þeim standi til boða kynning á námsmöguleikum, mat á fyrra námi, mat á raunfærni, áhugasviðsrannsókn, aðstoð við gerð námsáætlunar og við að skipuleggja frekara nám. Þýðingarmikið sé að bjóða upp á öfluga sérkennslu og einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Góð aðstaða til að stunda nám þurfi að vera til staðar í öllum fangelsum og tryggja þurfi föngum aðgang að náms- og starfsráðgjöf, tölvum, bókasafni og nettengingu þar sem það á við. Nefndin leggur til að Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi gegni áfram lykilhlutverki í menntun fanga á Litla-Hrauni og að skólanum verði einnig falið það hlutverk að sjá til þess að föngum almennt standi til boða að stunda nám. Bæta þarf aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar Þá bendir nefndin á að erfitt sé að stunda nám í dag nema hafa aðgang að Netinu og leggur til að takmörkuð nettenging verði fyrir hendi í öllum fangelsum og rýmri heimildir í opnum fangelsum. Rýmka þurfi heimild til netnotkunar í lögum um fullnustu refsinga. Þá þurfi að bæta aðstöðu til verknáms og starfsþjálfunar í fangelsum og skapa þarf störf sem geta nýst til starfsþjálfunar og þannig verið hluti af námi. Enn fremur þurfi að koma til móts við þarfir fanga með stutta skólagöngu að baki m.a. með námskeiðum til að bæta grunnfærni í lestri, stærðfræði og tölvunotkun. Þá vill nefndin að hugað verði að íslenskukennslu fyrir erlenda fanga sem dvelja um langan tíma í íslenskum fangelsum og að möguleikum fanga af erlendum uppruna sem munu fara úr landi að lokinni afplánun á að stunda fjarnám við menntastofnanir í heimalöndum sínum.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira