Innlent

Síðustu orð Fischers

Óli Tynes skrifar

Stuðningshópur skákmeistarans Bobbys Fischer vill að hann verði jarðsettur í þjóðargrafreit Íslendinga á þingvöllum.

Þeir vilja einnig láta reisa minnisvarða um heimsmeistaraeinvígið sem hann háði við Boris Spassky.

Þeir Einar S. Einarsson og Guðmundur G. Þórarinsson, sem báðir eru fyrrverandi forsetar Skáksambandsins tilheyrðu stuðningshópi Fischers. Einnig Helgi Ólafsson og Magnús Skúlason.

Þeir hittust í dag á heimili Guðmundar í dag til þess að ræða um hinn fallna félaga sinn og hvað nú skuli gera.

Þeir segja að honum hafi liðið vel á Íslandi, en verið að íhuga að flytjast úr höfuðborginni til Stykkishólms.

Bobby átti erfiða sjúkrahúsvist áður en hann lést og þeir félagar voru hjá honum löngum stundum.

Magnús var hjá honum þegar yfir lauk. Hann sagði að síðustu orð vinarins hafi verið "Ekkert linar þjáningar eins og mannleg snerting."

Þeir félagar segja að unnusta Fischers muni taka endanlega ákvörðun um hvar hann verður lagður til hinstu hvíldar.

Þeir ætla þó að leggja fyrir hana tillögur sínar um að hann verði jarðsettur á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×