Augljóst að kosningasjóður borgaði fötin segir fyrrverandi formaður SUF 20. janúar 2008 12:14 Björn Ingi Hrafnsson. MYND/Gunnar Fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna segir í pistli heimasíðu sinni augljóst að kosningasjóður hafi borgað fyrir föt Björns Inga í síðustu kosningabáráttu. Hann hafi kallað eftir reikningum kosningabaráttunnar þegar hann sat í stjórn kjördæmasambandsins í Reykjavík en ekki fengið. Upphaf málsins má rekja til bréfs sem að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, sendi flokksmönnum í Reykjavík. Í bréfinu var meðal annars fjallað um fatakaup forystumannaflokksins í borginni og sagt gróusögur hafi grasserað um að þeir hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sem að Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna, heldur úti segist Haukur hafa séð fötin á kosningaskrifstofu flokksin sá sínum tíma. Haukur segir augljóst að Björn Ingi hafi fengið fötin frítt á kostnað kosningasjóðsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, enda hafi Björn Ingi passað sig á að þræta ekki fyrir það. Haukur segir rétt að flokkurinn á landsvísu hafi ekki greitt fyrir fötin en bókhaldi einstakra kosningabaráttan sé haldið aðskyldu frá flokksskrifstofunni. Haukur Logi segir að þegar hann hafi setið í stjórn kjördæmasambands Reykjavíkur hafi hann ítrekað kallað eftir reikningum úr kosningabaráttu flokksins. Mjög fáir einstaklingar fái hins vegar að sjá reikningana og hann ekki fengið að sjá þá þrátt fyrir að kosningabaráttan sé háð á ábyrgð stjórnar kjördæmasambandsins. Björn Ingi tilkynnti fréttastofu fyrir hádegi að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið í dag. Í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær svaraði Björn Ingi því ekki beint hvort að hann hefði keypt fötin fyrir peninga flokksins. Björn sagðist þreyttur á innanflokkserjum og þurfa að íhuga hvort að hann treysti sér til að starfa áfram undir merkjum flokksins. Í gærkvöldi sendi Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem það segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni. Sambandið segir bréf Guðjóns Ólafs sem sent var vera vanhugsað og alls ekki flokknum og starfinu í Reykjavík til framdráttar. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna segir í pistli heimasíðu sinni augljóst að kosningasjóður hafi borgað fyrir föt Björns Inga í síðustu kosningabáráttu. Hann hafi kallað eftir reikningum kosningabaráttunnar þegar hann sat í stjórn kjördæmasambandsins í Reykjavík en ekki fengið. Upphaf málsins má rekja til bréfs sem að Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, sendi flokksmönnum í Reykjavík. Í bréfinu var meðal annars fjallað um fatakaup forystumannaflokksins í borginni og sagt gróusögur hafi grasserað um að þeir hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins. Í nýjum pistli á heimasíðu sem að Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður ungra Framsóknarmanna, heldur úti segist Haukur hafa séð fötin á kosningaskrifstofu flokksin sá sínum tíma. Haukur segir augljóst að Björn Ingi hafi fengið fötin frítt á kostnað kosningasjóðsins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, enda hafi Björn Ingi passað sig á að þræta ekki fyrir það. Haukur segir rétt að flokkurinn á landsvísu hafi ekki greitt fyrir fötin en bókhaldi einstakra kosningabaráttan sé haldið aðskyldu frá flokksskrifstofunni. Haukur Logi segir að þegar hann hafi setið í stjórn kjördæmasambands Reykjavíkur hafi hann ítrekað kallað eftir reikningum úr kosningabaráttu flokksins. Mjög fáir einstaklingar fái hins vegar að sjá reikningana og hann ekki fengið að sjá þá þrátt fyrir að kosningabaráttan sé háð á ábyrgð stjórnar kjördæmasambandsins. Björn Ingi tilkynnti fréttastofu fyrir hádegi að hann ætlaði ekki að tjá sig um málið í dag. Í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu í gær svaraði Björn Ingi því ekki beint hvort að hann hefði keypt fötin fyrir peninga flokksins. Björn sagðist þreyttur á innanflokkserjum og þurfa að íhuga hvort að hann treysti sér til að starfa áfram undir merkjum flokksins. Í gærkvöldi sendi Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík frá sér yfirlýsingu þar sem það segist standa fyllilega við bakið á Birni Inga Hrafnssyni. Sambandið segir bréf Guðjóns Ólafs sem sent var vera vanhugsað og alls ekki flokknum og starfinu í Reykjavík til framdráttar.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira