Innlent

Bobby Fischer var jarðsettur í morgun fyrir utan Selfoss

Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt utan við Selfoss í morgun. Fyrir utan prestinn voru fimm manns viðstaddir jarðarförina og þar á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischer og Garðar Sverrisson vinur hans.

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að Séra Jakob Rolland hafi jarðsungið Fischer og var hann jarðsettur í Laugadælakirkjugarði. Fjallað verður ítarlega um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×