Innlent

Alvöru þreifingar milli Sjálfstæðismanna og Vg

Ólafur F Magnússon
Ólafur F Magnússon

„Þeir hafa staðfest við mig að það voru alvöru þreifingar við Vinstri græna síðan þessi fráfarandi meirihluti var myndaður," sagði Ólafur F Magnússon í viðtali við Kastljósið fyrr í kvöld.

Hann sagði það þó ekki ástæðu þess að hann hafi samið við Sjálfstæðismenn með svo miklum flýti. „Það hafði ekki afgerandi áhrif því ég er ekki að fara í nýtt samstarf einungis til þess að vera á undan öðrum. Það sem skiptir mestu máli eru stefnumál F-listans," sagði Ólafur ennfremur.

Svandís Svavarsdóttir hefur vísað því á bug að Sjálfstæðismenn hafi átt í einhverjum viðræðum við sig og það hefur Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðisflokksins einnig gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×