Innlent

Björn Ingi fær biðlaun

Björn Ingi fær biðlaun.
Björn Ingi fær biðlaun.

Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi á rétt á biðlaunum nú þegar hann hefur látið af embætti borgarfulltrúa. Biðlaunatími hans er þó ekki mjög langur því að í samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg segir að „borgarfulltrúi á rétt á biðlaunum er hann lætur af starfi borgarfulltrúa. Biðlaun skulu miðast við grunnlaun borgarfulltrúa og skal greiða laun hálfs mánaðar fyrir hvert ár sem borgarfulltrúi hefur setið í borgarstjórn." Björn Ingi var kjörinn borgarfulltrúi í maí 2006, fyrir um einu og hálfu ári síðan. Því má gera ráð fyrir því að hann eigi rétt á biðlaunum næstu þrjár vikurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×