Ólafur F: Spaugstofuþátturinn svívirðileg árás 27. janúar 2008 19:45 Ólafur F. Magnússon. Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál
Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira