Ólafur F: Spaugstofuþátturinn svívirðileg árás 27. janúar 2008 19:45 Ólafur F. Magnússon. Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira