Ólafur F: Spaugstofuþátturinn svívirðileg árás 27. janúar 2008 19:45 Ólafur F. Magnússon. Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira