Ólafur F: Spaugstofuþátturinn svívirðileg árás 27. janúar 2008 19:45 Ólafur F. Magnússon. Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Ólafur F. Magnússon hitti Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál í kvöld þar sem hann vísaði á bug þeim óhróðri sem hann segir að borinn hafi verið á hann síðustu daga. Hann sagði meðal annars að grín Spaugstofunnar í gær hafi verið svívirðileg árás. Í þættinum spurði Sigmundur meðal annars hvort Dagur B. Eggertsson hafi tekið þátt í þeirri ófrægingarherferð sem Ólafur segir að sett hafi verið í gang gegn sér. „Ég set Dag ekki á sama stall með öðru samfylkingarfólki og öðrum sem hafa látið til sín taka í þessu máli. Hann hefur hvergi komið nálægt þeim málum og hann kom hvergi nálægt vottorðamálinu," sagði Ólafur og vísar í það þegar hann var beðinn um að skila inn vottorði áður en hann snéri aftur til starfa í borgarstjórn. Dagur sagði reyndar í Silfri Egils fyrr í dag að hann teldi vottorðið komið til vegna samtals Ólafs sjálfs við Gunnar Eydal skrifstofustjóra hjá skrifstofu borgarstjórnar. Sigmundur spurði Ólaf einnig út í þátt Spaugstofunnar sem sýndur var í gær en þar var mikið gert úr meintum veikindum Ólafs. Ólafur sagði það hafa komið sér á óvart að pólitík og hatur hafi ráðið ferðinni í þætti sem ætti að ganga út á húmor. Hann sagði frá því að hann kom sjálfur í stúdíóið þegar verið var að taka þáttinn upp og sagði hann að þeir hafi verið heldur vandræðalegir. „Þetta var ekki síður svívirðileg árás á mína fjölskyldu og börnin mín en mig og það fyrsta sem ég gerði var að hringja í son minn eftir að ég sá þáttinn," sagði Ólafur. Þegar Sigmundur spurði Ólaf hvort það væri skammarlegt að fjalla um geðsjúkdóma sagðist hann ekki vilja nota orðiið geðsjúkdómur um kvillan sem hrjáði hann. Hann hafi lent í ákveðnu andlegu mótlæti sem hann hefði leitað sér lækningar við. „Ég var niðurdreginn, ekki eins mikið og margir vilja halda og ég hef komið til baka." Þegar Ólafur var spurður hvort hann teldi að rógsherferðinni hafi verið stjórnað af samflokksmönnum hans vildi hann ekki tjá sig um það. „Ég ætla að skoða atburðarrás síðustu daga betur og ég ætla ekki að fullyrða neitt áður en ég get sannað það." Ólafur sagðist einnig telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi orðið fyrir öðrum eins árásum og hann hafi orðið fyrir síðustu daga. Það þyrfti að minnsta kosti að fara marga áratugi aftur í tímann til að finna annað eins. Í þættinum kom einnig fram hjá Ólafi að ýmisskonar þreifingar hafi verið á meðal fólks í borgarstjórn síðustu dagana áður en upp úr slitnaði. Hann sagði að grasrótin í flokki hans hafi vitað af þeim þreifingum en að ekki hafi verið um eiginlegar viðræður að ræða. Sigmundur vísaði í orð Dags sem hefur sagt að Ólafur hafi hlegið að því þegar hann var spurður hvort hann væri í viðræðum við Sjálfstæðismenn. „Ég minnist ekki þessa hláturs," sagði Ólafur. Smelltu hér til að horfa á viðtalið við Ólaf F. í Mannamál
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira