Innlent

Vill refsilækkun fyrir nýbakaðan föður

Andri Ólafsson skrifar
Brynjar Níelsson
Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson, verjandi Guðbjarna Traustasonar sem er einn ákærðu í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða, sló á létta strengi í málflutningi sínum í Hérðasdómi Reykjavíkur þegar hann rakti hvaða málsbætur Guðbjarni ætti.

Sagði Brynjar að réttast væri að það yrði skjólstæðingi sínum til refsilækkunar að hafa drýgt þá "hetjudáð" að komast yfir Norður-Atlantshaf á seglskútu með rifnum seglum og bilaðri talstöð í miðjum september.

Þetta vakti nokkra kátínu í réttarsalnum. En að gríninu loknu sagði Brynjar að við ákvörðun refsingar ætti dómari kannski frekar að taka tillit til þess að Guðbjarni eignaðist nýverið barn með unnustu sinni. Því til stuðnings vísaði Brynjar til þess að kona af erlendum uppruna fékk nýverið tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að vera burðardýr og sagði Brynjar að þar hefði mestu ráðið að konan hefði verið með barni.

Brynjar sagði að jafnréttissinnar hlytu að taka undir með honum í því að þar væri komið fordæmi fyrir þvi að lækka refsingu hins nýbakaða föður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×