Viðskipti innlent

Lárus fékk 300 milljónir fyrir að gerast Glitnisforstjóri

Lárus Welding fékk fínan undirskriftarpening þegar hann var ráðinn forstjóri Glitnis.
Lárus Welding fékk fínan undirskriftarpening þegar hann var ráðinn forstjóri Glitnis.

Lárus Welding, forstjóri Glitnis, fékk 300 milljónir fyrir að taka við starfi forstjóra Glitnis á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársskýrslu Glitnis sem birt var í dag. Lárus hætti sem yfirmaður útibús Landsbankans í London og settist í forstjórstól Glitnis í lok apríl í stað Bjarna Ármannssonar.

Lárus fékk auk þess 76 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur fyrir mánuðina átta sem stýrði bankanum. Það gera 9,5 milljónir í mánaðarlaun.

Bjarni Ármannsson lét af störfum sem forstjóri eftir tíu ára starf þegar Lárus tók við. Bjarni fékk 190 milljónir í laun og starfslok hjá Glitni auk þess sem fram kemur í ársskýrslunni að hann hafi grætt 391 milljón á kaupréttarsamningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×