Mega ekki upplýsa um dvalarstað barnaníðings 4. febrúar 2008 17:43 Ágúst Magnússon Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, losnaði af Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst fékk svokallað reynslulausn en þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Samkvæmt heimildum Vísis eru það félagsþjónustan í Reykjavík í samráði við fangelsismálastofnun sem eiga að útvega Ágústi húsnæði en hvorug þessara stofnana mega tjá sig um mál Ágústar. Árið 2004 var Ágúst dæmdur fyrir að níðast á sex drengjum og hóf í kjölfarið afplánun á Litla Hrauni. Hann fékk reynslulausn í janúar á síðasta ári á áfangaheimilinu Vernd. Meðan hann var þar gekk hann í gildru fréttaskýringarþáttarins Kompás. Í gegnum internetið hugðist hann hitta þrettán ára stelpu í íbúð í Vesturbæ. Þar biðu hans hinsvegar forsvarsmenn Kompás. Í kjölfarið tók Vernd þá ákvörðun að vista ekki kynferðisafbrotamenn. Ágúst fær því ekki þar inn nú en samkvæmt upplýsingum Vísis er það nú á könnu Fangelsismálastofnunar og Félagasþjónustunnar í Reykjavík að aðstoða hann um húsnæði. Ágúst þarf að sæta vissum skilyrðum á reynslu sinni en eins og Vísir hefur áður greint frá þarf hann að tilkynna sig reglulega og má ekki fara á staði þar sem börn stunda tómstundir. Í ljósi þess að Ágúst er laus af Litla Hrauni hafa þónokkrir haft samband við Vísi og vilja vita hvar hann sé niðurkominn. Við eftirgrennslan í því máli hefur lítið áorkast. Hvorki fangelsismálastofnun né félagsþjónustan í Reykjavík vilja gefa nokkuð upp í tengslum við Ágúst Magnússon, þar sem þeim er óheimilt að tjá sig nokkuð um mál ákveðinna einstaklinga. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem fer með mál félagsþjónustunnar, eru ekki neinar sérstakar íbúðir til fyrir fanga. Hinsvegar er reynt að koma til móts við einstaklinga sem þessa með t.d húsaleigubótum fyrir íbúðir á almennum leigumarkaði. Ef þú hefur einhverja hugmynd um hvar Ágúst Magnússon býr, sendu þá póst á netfangið ritstjorn@visir.is. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, losnaði af Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst fékk svokallað reynslulausn en þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Samkvæmt heimildum Vísis eru það félagsþjónustan í Reykjavík í samráði við fangelsismálastofnun sem eiga að útvega Ágústi húsnæði en hvorug þessara stofnana mega tjá sig um mál Ágústar. Árið 2004 var Ágúst dæmdur fyrir að níðast á sex drengjum og hóf í kjölfarið afplánun á Litla Hrauni. Hann fékk reynslulausn í janúar á síðasta ári á áfangaheimilinu Vernd. Meðan hann var þar gekk hann í gildru fréttaskýringarþáttarins Kompás. Í gegnum internetið hugðist hann hitta þrettán ára stelpu í íbúð í Vesturbæ. Þar biðu hans hinsvegar forsvarsmenn Kompás. Í kjölfarið tók Vernd þá ákvörðun að vista ekki kynferðisafbrotamenn. Ágúst fær því ekki þar inn nú en samkvæmt upplýsingum Vísis er það nú á könnu Fangelsismálastofnunar og Félagasþjónustunnar í Reykjavík að aðstoða hann um húsnæði. Ágúst þarf að sæta vissum skilyrðum á reynslu sinni en eins og Vísir hefur áður greint frá þarf hann að tilkynna sig reglulega og má ekki fara á staði þar sem börn stunda tómstundir. Í ljósi þess að Ágúst er laus af Litla Hrauni hafa þónokkrir haft samband við Vísi og vilja vita hvar hann sé niðurkominn. Við eftirgrennslan í því máli hefur lítið áorkast. Hvorki fangelsismálastofnun né félagsþjónustan í Reykjavík vilja gefa nokkuð upp í tengslum við Ágúst Magnússon, þar sem þeim er óheimilt að tjá sig nokkuð um mál ákveðinna einstaklinga. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, sem fer með mál félagsþjónustunnar, eru ekki neinar sérstakar íbúðir til fyrir fanga. Hinsvegar er reynt að koma til móts við einstaklinga sem þessa með t.d húsaleigubótum fyrir íbúðir á almennum leigumarkaði. Ef þú hefur einhverja hugmynd um hvar Ágúst Magnússon býr, sendu þá póst á netfangið ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira