Gæslan og gæðingarnir Bergþór Gunnlaugsson og yfirstýrimaður og afleysingarskipstjóri Hrafni GK 111 skrifa 6. febrúar 2008 11:09 Ein mesta niðurlæging sem ég hef orðið fyrir á mínum sjómannsferli var þegar ég heyrði í fréttum, kvöldið 5.febrúar 2008 að þyrla landhelgisgæslunnar hafi verið send til að leita að hrossum austur í sveitum. Það getur gengið að segja fólki á mölinni að hrossin hafi verið í sjálfheldu, en hvað þá að kalla út þyrlu þeim til bjargar. Það er greinilegt á þessum viðbrögðum LHG, með tilliti til þarfar fyrir þyrluaðstoð að hross eru tekin fram yfir sjómenn.!! Þetta er náttúrulega svívirðileg framkoma við sjómenn og virðingarleysi við störf okkar til sjós. Skipverji hér um borð á Hrafni GK 111, lenti í vinnuslysi þann 10. janúar sl. Maðurinn missti framan af litlafingri hægrihandar og stór skaddaði baugfingur sömu handar. Tók í sundur tvær sinar á vísifingri vinstri handar. Haft var samband við vaktstöð siglinga og óskað eftir þyrlu til að koma manninum undir læknishendur. Því var synjað í tvígang að senda þyrlu á staðinn. Við sigldum með manninn í 6 tíma til Fáskrúðsfjarðar. Við komu þangað leit læknir á áverka mannsins, hann er keyrður beint upp á Hérað í sjúkraflug til Akureyrar. Aðgerð á hinum slasaða lauk 14 tímum eftir slysið. Við sjómenn erum mjög oft að lenda í því að okkur er synjað um þyrlu. Hef ég í það minnsta tvö dæmi um slíkt. Í fyrravor slasaðist maður um borð í frystiskipi sem var statt á úthafskarfamiðum SV af landinu. Maðurinn klemmdist og missti fingur. Beiðni um þyrlu var synjað og þeim sagt að sigla með hinn slasaða í land. Nú tæpu ári seinna er þessi maður ekki enn kominn til vinnu sökum þessa slyss. Hann hlaut svo heiftarlega sýkingu í sárið. Að mati lækna þá leið svo langur tími frá slysinu þar til hann komst undir læknishendur að því fór sem fór. Maður slasaðist um borð á ísfisktogara SV af landinu á svokölluðum Melsekk. Hann hlaut höfuðáverka. Það blæddi úr öllum vitum mannsins. Þeim var synjað um þyrlu. Þeir sigldu í land. Maðurinn var höfuðkúpubrotinn. Fyrir nokkrum árum fór fram þjóðarátak til að kaupa stærri þyrlu sem stæðist kröfur til að bjarga áhafnarfjölda meðal fiskiskips. Sjómenn lögðu mikið af mörkum til að þessi árangur næðist. Það var síðan annað átak til að kaupa nætursjónauka til að auðvelda björgun í myrkri. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að þyrlan væri okkar sjúkrabíll til sjós, sem væri hægt að leita til ef slys eða veikindi kæmu upp. Að hafa þyrlu væri ákveðin trygging og öryggi fyrir okkur sem störfum svo langt frá allri þjónustu og erum lengi að komast í land ef eitthvað hendir. Það er mín skoðun að þetta er falskt öryggi þegar á reynir og því virðist á öllu að betra sé að vera gæðingur í dag en sjómaður !! Fyrir vikið, eins og staðan er í dag þá er betra að hafa enga þyrlu og vita það hreinlega að maður verði þá bara að duga eða drepast ef eitthvað hendir. Svo er eitt athygli vert. Hagsmunasamtök sjómanna virðist vera nákvæmlega sama um stöðu umbjóðanda sinna með tómlæti hvað þetta varðar. Spurningar mínar eru:Hvað mörgum útköllum til sjómanna hafi verið synjað og forsendur synjunar? Einnig kannað hvert einasta flug þyrlana, tilgang þeirra og hverjir óski eftir aðstoðinni? Hér með óska ég eftir opinberri úttekt á starfsháttum LHG varðandi sjúkraflug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES samningurinn? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ein mesta niðurlæging sem ég hef orðið fyrir á mínum sjómannsferli var þegar ég heyrði í fréttum, kvöldið 5.febrúar 2008 að þyrla landhelgisgæslunnar hafi verið send til að leita að hrossum austur í sveitum. Það getur gengið að segja fólki á mölinni að hrossin hafi verið í sjálfheldu, en hvað þá að kalla út þyrlu þeim til bjargar. Það er greinilegt á þessum viðbrögðum LHG, með tilliti til þarfar fyrir þyrluaðstoð að hross eru tekin fram yfir sjómenn.!! Þetta er náttúrulega svívirðileg framkoma við sjómenn og virðingarleysi við störf okkar til sjós. Skipverji hér um borð á Hrafni GK 111, lenti í vinnuslysi þann 10. janúar sl. Maðurinn missti framan af litlafingri hægrihandar og stór skaddaði baugfingur sömu handar. Tók í sundur tvær sinar á vísifingri vinstri handar. Haft var samband við vaktstöð siglinga og óskað eftir þyrlu til að koma manninum undir læknishendur. Því var synjað í tvígang að senda þyrlu á staðinn. Við sigldum með manninn í 6 tíma til Fáskrúðsfjarðar. Við komu þangað leit læknir á áverka mannsins, hann er keyrður beint upp á Hérað í sjúkraflug til Akureyrar. Aðgerð á hinum slasaða lauk 14 tímum eftir slysið. Við sjómenn erum mjög oft að lenda í því að okkur er synjað um þyrlu. Hef ég í það minnsta tvö dæmi um slíkt. Í fyrravor slasaðist maður um borð í frystiskipi sem var statt á úthafskarfamiðum SV af landinu. Maðurinn klemmdist og missti fingur. Beiðni um þyrlu var synjað og þeim sagt að sigla með hinn slasaða í land. Nú tæpu ári seinna er þessi maður ekki enn kominn til vinnu sökum þessa slyss. Hann hlaut svo heiftarlega sýkingu í sárið. Að mati lækna þá leið svo langur tími frá slysinu þar til hann komst undir læknishendur að því fór sem fór. Maður slasaðist um borð á ísfisktogara SV af landinu á svokölluðum Melsekk. Hann hlaut höfuðáverka. Það blæddi úr öllum vitum mannsins. Þeim var synjað um þyrlu. Þeir sigldu í land. Maðurinn var höfuðkúpubrotinn. Fyrir nokkrum árum fór fram þjóðarátak til að kaupa stærri þyrlu sem stæðist kröfur til að bjarga áhafnarfjölda meðal fiskiskips. Sjómenn lögðu mikið af mörkum til að þessi árangur næðist. Það var síðan annað átak til að kaupa nætursjónauka til að auðvelda björgun í myrkri. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að þyrlan væri okkar sjúkrabíll til sjós, sem væri hægt að leita til ef slys eða veikindi kæmu upp. Að hafa þyrlu væri ákveðin trygging og öryggi fyrir okkur sem störfum svo langt frá allri þjónustu og erum lengi að komast í land ef eitthvað hendir. Það er mín skoðun að þetta er falskt öryggi þegar á reynir og því virðist á öllu að betra sé að vera gæðingur í dag en sjómaður !! Fyrir vikið, eins og staðan er í dag þá er betra að hafa enga þyrlu og vita það hreinlega að maður verði þá bara að duga eða drepast ef eitthvað hendir. Svo er eitt athygli vert. Hagsmunasamtök sjómanna virðist vera nákvæmlega sama um stöðu umbjóðanda sinna með tómlæti hvað þetta varðar. Spurningar mínar eru:Hvað mörgum útköllum til sjómanna hafi verið synjað og forsendur synjunar? Einnig kannað hvert einasta flug þyrlana, tilgang þeirra og hverjir óski eftir aðstoðinni? Hér með óska ég eftir opinberri úttekt á starfsháttum LHG varðandi sjúkraflug.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun