Gæslan og gæðingarnir Bergþór Gunnlaugsson og yfirstýrimaður og afleysingarskipstjóri Hrafni GK 111 skrifa 6. febrúar 2008 11:09 Ein mesta niðurlæging sem ég hef orðið fyrir á mínum sjómannsferli var þegar ég heyrði í fréttum, kvöldið 5.febrúar 2008 að þyrla landhelgisgæslunnar hafi verið send til að leita að hrossum austur í sveitum. Það getur gengið að segja fólki á mölinni að hrossin hafi verið í sjálfheldu, en hvað þá að kalla út þyrlu þeim til bjargar. Það er greinilegt á þessum viðbrögðum LHG, með tilliti til þarfar fyrir þyrluaðstoð að hross eru tekin fram yfir sjómenn.!! Þetta er náttúrulega svívirðileg framkoma við sjómenn og virðingarleysi við störf okkar til sjós. Skipverji hér um borð á Hrafni GK 111, lenti í vinnuslysi þann 10. janúar sl. Maðurinn missti framan af litlafingri hægrihandar og stór skaddaði baugfingur sömu handar. Tók í sundur tvær sinar á vísifingri vinstri handar. Haft var samband við vaktstöð siglinga og óskað eftir þyrlu til að koma manninum undir læknishendur. Því var synjað í tvígang að senda þyrlu á staðinn. Við sigldum með manninn í 6 tíma til Fáskrúðsfjarðar. Við komu þangað leit læknir á áverka mannsins, hann er keyrður beint upp á Hérað í sjúkraflug til Akureyrar. Aðgerð á hinum slasaða lauk 14 tímum eftir slysið. Við sjómenn erum mjög oft að lenda í því að okkur er synjað um þyrlu. Hef ég í það minnsta tvö dæmi um slíkt. Í fyrravor slasaðist maður um borð í frystiskipi sem var statt á úthafskarfamiðum SV af landinu. Maðurinn klemmdist og missti fingur. Beiðni um þyrlu var synjað og þeim sagt að sigla með hinn slasaða í land. Nú tæpu ári seinna er þessi maður ekki enn kominn til vinnu sökum þessa slyss. Hann hlaut svo heiftarlega sýkingu í sárið. Að mati lækna þá leið svo langur tími frá slysinu þar til hann komst undir læknishendur að því fór sem fór. Maður slasaðist um borð á ísfisktogara SV af landinu á svokölluðum Melsekk. Hann hlaut höfuðáverka. Það blæddi úr öllum vitum mannsins. Þeim var synjað um þyrlu. Þeir sigldu í land. Maðurinn var höfuðkúpubrotinn. Fyrir nokkrum árum fór fram þjóðarátak til að kaupa stærri þyrlu sem stæðist kröfur til að bjarga áhafnarfjölda meðal fiskiskips. Sjómenn lögðu mikið af mörkum til að þessi árangur næðist. Það var síðan annað átak til að kaupa nætursjónauka til að auðvelda björgun í myrkri. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að þyrlan væri okkar sjúkrabíll til sjós, sem væri hægt að leita til ef slys eða veikindi kæmu upp. Að hafa þyrlu væri ákveðin trygging og öryggi fyrir okkur sem störfum svo langt frá allri þjónustu og erum lengi að komast í land ef eitthvað hendir. Það er mín skoðun að þetta er falskt öryggi þegar á reynir og því virðist á öllu að betra sé að vera gæðingur í dag en sjómaður !! Fyrir vikið, eins og staðan er í dag þá er betra að hafa enga þyrlu og vita það hreinlega að maður verði þá bara að duga eða drepast ef eitthvað hendir. Svo er eitt athygli vert. Hagsmunasamtök sjómanna virðist vera nákvæmlega sama um stöðu umbjóðanda sinna með tómlæti hvað þetta varðar. Spurningar mínar eru:Hvað mörgum útköllum til sjómanna hafi verið synjað og forsendur synjunar? Einnig kannað hvert einasta flug þyrlana, tilgang þeirra og hverjir óski eftir aðstoðinni? Hér með óska ég eftir opinberri úttekt á starfsháttum LHG varðandi sjúkraflug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ein mesta niðurlæging sem ég hef orðið fyrir á mínum sjómannsferli var þegar ég heyrði í fréttum, kvöldið 5.febrúar 2008 að þyrla landhelgisgæslunnar hafi verið send til að leita að hrossum austur í sveitum. Það getur gengið að segja fólki á mölinni að hrossin hafi verið í sjálfheldu, en hvað þá að kalla út þyrlu þeim til bjargar. Það er greinilegt á þessum viðbrögðum LHG, með tilliti til þarfar fyrir þyrluaðstoð að hross eru tekin fram yfir sjómenn.!! Þetta er náttúrulega svívirðileg framkoma við sjómenn og virðingarleysi við störf okkar til sjós. Skipverji hér um borð á Hrafni GK 111, lenti í vinnuslysi þann 10. janúar sl. Maðurinn missti framan af litlafingri hægrihandar og stór skaddaði baugfingur sömu handar. Tók í sundur tvær sinar á vísifingri vinstri handar. Haft var samband við vaktstöð siglinga og óskað eftir þyrlu til að koma manninum undir læknishendur. Því var synjað í tvígang að senda þyrlu á staðinn. Við sigldum með manninn í 6 tíma til Fáskrúðsfjarðar. Við komu þangað leit læknir á áverka mannsins, hann er keyrður beint upp á Hérað í sjúkraflug til Akureyrar. Aðgerð á hinum slasaða lauk 14 tímum eftir slysið. Við sjómenn erum mjög oft að lenda í því að okkur er synjað um þyrlu. Hef ég í það minnsta tvö dæmi um slíkt. Í fyrravor slasaðist maður um borð í frystiskipi sem var statt á úthafskarfamiðum SV af landinu. Maðurinn klemmdist og missti fingur. Beiðni um þyrlu var synjað og þeim sagt að sigla með hinn slasaða í land. Nú tæpu ári seinna er þessi maður ekki enn kominn til vinnu sökum þessa slyss. Hann hlaut svo heiftarlega sýkingu í sárið. Að mati lækna þá leið svo langur tími frá slysinu þar til hann komst undir læknishendur að því fór sem fór. Maður slasaðist um borð á ísfisktogara SV af landinu á svokölluðum Melsekk. Hann hlaut höfuðáverka. Það blæddi úr öllum vitum mannsins. Þeim var synjað um þyrlu. Þeir sigldu í land. Maðurinn var höfuðkúpubrotinn. Fyrir nokkrum árum fór fram þjóðarátak til að kaupa stærri þyrlu sem stæðist kröfur til að bjarga áhafnarfjölda meðal fiskiskips. Sjómenn lögðu mikið af mörkum til að þessi árangur næðist. Það var síðan annað átak til að kaupa nætursjónauka til að auðvelda björgun í myrkri. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að þyrlan væri okkar sjúkrabíll til sjós, sem væri hægt að leita til ef slys eða veikindi kæmu upp. Að hafa þyrlu væri ákveðin trygging og öryggi fyrir okkur sem störfum svo langt frá allri þjónustu og erum lengi að komast í land ef eitthvað hendir. Það er mín skoðun að þetta er falskt öryggi þegar á reynir og því virðist á öllu að betra sé að vera gæðingur í dag en sjómaður !! Fyrir vikið, eins og staðan er í dag þá er betra að hafa enga þyrlu og vita það hreinlega að maður verði þá bara að duga eða drepast ef eitthvað hendir. Svo er eitt athygli vert. Hagsmunasamtök sjómanna virðist vera nákvæmlega sama um stöðu umbjóðanda sinna með tómlæti hvað þetta varðar. Spurningar mínar eru:Hvað mörgum útköllum til sjómanna hafi verið synjað og forsendur synjunar? Einnig kannað hvert einasta flug þyrlana, tilgang þeirra og hverjir óski eftir aðstoðinni? Hér með óska ég eftir opinberri úttekt á starfsháttum LHG varðandi sjúkraflug.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar