Innlent

Á fjallahjólum niður stiga Perlunnar

Það var frekar óvenjuleg sjón sem blasti við gestum í Perlunni í dag þar sem níu strákar hjóluðu niður tröppur hússins allt frá efstu hæð niður í kjallara.

Um var að ræða fyrstu innanhúskeppnina í svokölluðu fjallabruni en þeir sem tóku þátt í keppninni í dag eru allir félagar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Keppendurnir hafa allir töluverða reynslu af fjallabruni hér á landi.

Það voru fjölmargir sem lögðu leið sína í Perluna í dag til að sjá þessa óvenjulegu keppni en nokkuð óvenjuleg að sjá níu stráka hjóla niður sex hæðir Perlunnar. Það var tvítugur strákur, Haukur Jónsson, sem fór með sigur af hólmi í dag en hann er Íslandsmeistari í fjallabruni hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×