Innlent

Björguðu pari efst í Norðurárdal

Björgunarsveitarmenn björguðu pari í nótt sem sat fast í bíl sínum efst í Norðuárdalnum.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hafði parið ekið framhjá skilti þar sem greinilega stóð að Holtavörðuheiðin væri lokuð skömmu áður en bíll þeirra festist í ófærðinni.

Parið er af erlendum uppruna en búsett hér á landi. Lögreglan telur að þau hafi skilið að heiðin væri lokuð enda veður og færð á þessum slóðum með afbirgðum slæm.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×