Innlent

Eldsneytisverð hækkar í dag

N1 hækkaði verð á eldsneyti í dag.
N1 hækkaði verð á eldsneyti í dag. Mynd/ Vilhelm

N1 hækkaði verð á bensíni og olíu í hádeginu í dag. Verð á bensíni hækkaði um tvær krónur og kostar 95 okt. nú kr. 137, 9 eftir breytingarnar en 98 okt kostar 143, 3 krónur. Verð á díselolíu er nú kr. 142, 2, samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá Hermanni Guðmundssyni, forstjóra N1. Síðast hækkaði eldsneytisverð hjá N1 þann 7. febrúar síðastliðinn. Hermann segir að ástæðan fyrir þessum verðhækkunum verða veiking krónunnar.

Ekki náðist í talsmenn Skeljungs og Olís í dag en samkvæmt upplýsingum sem fengust á einni afgreiðslustöð Skeljungs stendur til að hækka verð þar í dag. Ekki er vitað hversu mikið. Gunnar Skaptason framkvæmdastjóri Orkunnar segir verðhækkanir hjá fyrirtækinu ekki fyrirhugaðar í dag. Albert Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, segir að fyrirtækið hafi ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi verðhækkanir í dag. Hins vegar fylgist fyrirtækið vel með stöðu mála. Gengi og heimsmarkaðsverð líti ekki vel út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×