Innlent

Geir útilokar evru

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

„Það er einfaldlega ekki kostur að taka einhliða upp evru. Slíkt er ekki trúverðugt og því fylgir margs konar óhagræði og aukakostnaður," sagði Geir Haarde forsætisráðherra á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í dag. Hann benti því á að tveir kostir væru í stöðunni. Að halda íslensku krónunni eða taka upp evru sem jafnframt þýði inngöngu í Evrópusambandið.

„Eins og margoft hefur komið fram er aðild að Evrópusambandinu ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar og þar með ekki heldur upptaka evru. Við þurfum því að einbeita okkur að því að koma hér á meira jafnvægi í efnahagslífinu eftir uppsveiflu síðustu ára. Ná verðbólgunni niður og draga úr viðskiptahallanum. Þetta tvennt, ásamt því að halda áfram að treysta og fjölga stoðunum undir okkar atvinnulífi, eru stóru verkefnin framundan," sagði Geir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×