Innlent

Davíð: „Hvernig líst þér á Huddersfield?“

Davíð Oddson er greinilega áhugamaður um enska boltann.
Davíð Oddson er greinilega áhugamaður um enska boltann.

Davíð Oddson sat fyrir svörum í Seðlabankanum varðandi ákvörðun bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum leitaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ráða hjá Davíð varðandi þau vandræði sem flokkurinn og hann sjálfur hafa ratað í síðustu vikur.

Fréttamaður Stöðvar 2 notaði því tækifærið og spurði fyrrverandi borgarstjórann og formann flokksins hvort hann styddi Vilhjálm í stöðu borgarstjóra. Svar Davíðs var stutt og laggott: „Hvernig líst þér á stöðu Huddersfield í ensku knattspyrnunni?"

Þess má geta að Huddersfield Town leikur í ensku fyrstu deildinni og er nú um miðja deild. Ekki er ljóst hvort Davíð sé einarður stuðningsmaður liðsins en á meðal frægra áhangenda má nefna annan fyrrverandi forsætisráðherra, Harold Wilson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×