Innlent

Reykur í potti á Rauðarárstíg

Slökkviliðið hefur átt annríkt í dag. Mynd úr safni.
Slökkviliðið hefur átt annríkt í dag. Mynd úr safni. Mynd/ Anton.

Slökkviliðið var kallað að Rauðarárstígur klukkan hálfsjö í kvöld þegar tilkynnt var um reykjalykt í stigagangi í fjölbýslishúsi á þremur hæðum. Við nánari athugun kom í ljós að einstaklingur í einni íbúðinni hafði sofnað út frá potti á eldavél. Lagði reykinn þaðan frá. Klukkan 18 var slökkviliðið kallað að Smáralind. Þar hafði kviknaði í bíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu þurfti að brjóta hliðarrúðu á bílnum til að komast að eldinum. Þá var lögreglan kölluð á Reykjavíkurflugvöll um áttaleytið í morgun en þar lak flugvélaeldsneyti niður. Hreinsunarstarf gekk vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×