Erlent

Bandaríkjaþing bannar vatnspyntingar

Bandaríkjaþing samþykkti í gær að banna svokallaðar vatnspyntingar, þrátt fyrir skilaboð frá Hvíta húsinu þess efnis að neitunarvaldi verði beitt á slík lög. Það voru demókratar á þinginu sem komu lögunum í gegn en þar eru þeir í meirihluta.

Flestir repúblikanar voru hins vegar á móti frumvarpinu sem setur leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, skýrar reglur um hvernig standa skuli að yfirheyrslum yfir grunuðum mönnum. Þar á meðal er sett bann við vatnspyntingum sem leyniþjónustan hefur viðurkennt að hafa beitt á grunaða hryðjuverkamenn.

Með vatnspyntingum er átt við það þegar vatni er hellt yfir vit manns svo honum finnst hann vera að drukkna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×