Segir Baug hafa bjargað FL Group 18. febrúar 2008 12:49 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve mikill hagnaðurinn verður þar sem slíkt eigi eftir að kynna fyrir stjórn félagsins. Aðspurður um hvort björgun FL Group og erfiðleikar í smásöluverslunni á Bretlandseyjum hafi ekki sett strik í reikninginn segir Jón Ásgeir meðal annars að erfiðleikarnar í smásöluverslunni hafi að mestu verið í fjölmiðlum. „Okkar vörumerki á Bretlandseyjum eru velstödd og eftirsótt á öðrum mörkum," segir Jón Ásgeir og bendir á að salan á þessum merkjum hafi aukist í Mið-Austurlöndum og Asíu sem vegi upp minnkandi sölu á Bretlandi. Tekið verulega til í rekstri FL Group Hvað FL Group varðar segir Jón Ásgeir að ef Baugur hefði ekki komið að félaginu með þeim hætti sem varð í lok síðasta árs væri FL Group að öllum líkindum ekki til í dag. Hann orðar það sem svo að búið sé að koma FL Group í var. Hins vegar hafi verið ákveðið að taka verulega til í rekstrinum hjá FL Group. Hvað varðar hinn himinnháa rekstrarkostnað hjá FL Group á síðasta ári, rúmlega sex milljarðar króna, segir Jón Ásgeir að sú upphæð hafi komið sér verulega á óvart. Hann segir að gera hefði mátt miklu betur og að núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við neitt svipað í framtíðinni. Og hvað varðar háan starfslokasamning Hannesar Smárasonar segir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða hluta af ráðningarsamningi Hannesar og því ekki hægt annað en að standa við starfslokasamninginn. Vonbrigði með ákvörðun Seðlabankans Eins og fram hefur komið í fréttum yfir helgina var Jón Ásgeir spurður út í stöðu bankana. Hann var einnig spurður um hugsanlega sameiningu á bankamarkaðinum hér og þá einkum sameiningu sparisjóðanna við einhvern af stóru bönkunum. Skilja mátti á orðum hans að vel kæmi til greina að sameina sparisjóðina og Glitni en Baugur á stóran hlut í Glitni. Í umræðum um Evrópubandalagið og krónuna segir Jón Ásgeir að hann skilji ekki þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að ætla ekkert að ræða Evrópumálin og hugsanlega sameiningu við Evrópubandalagið á þessu kjörtímabili. Að hans mati er nauðsynlegt að byrja að skoða þetta mál strax svo hægt sé að taka réttar ákvarðnir í framtíðinni. Hvað krónuna varðar segir Jón Ásgeir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, hann hefði viljað sjá lækkunarferli hefjast núna. Jón Ásgeir bendir á að nú sé hættan sú að þegar stýrivaxtalækkunarferlið hefjist verði það mjög bratt. „Það er ekki traustvekjandi að þurfa að lækka þessa vexti um eitt til tvö prósent í einu," segir Jón Ásgeir og bendir jafnframt á að ef slíkt gerist muni krónubréfaútgáfan fjúka út um gluggan með tilheyrandi veikingu krónunnar. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve mikill hagnaðurinn verður þar sem slíkt eigi eftir að kynna fyrir stjórn félagsins. Aðspurður um hvort björgun FL Group og erfiðleikar í smásöluverslunni á Bretlandseyjum hafi ekki sett strik í reikninginn segir Jón Ásgeir meðal annars að erfiðleikarnar í smásöluverslunni hafi að mestu verið í fjölmiðlum. „Okkar vörumerki á Bretlandseyjum eru velstödd og eftirsótt á öðrum mörkum," segir Jón Ásgeir og bendir á að salan á þessum merkjum hafi aukist í Mið-Austurlöndum og Asíu sem vegi upp minnkandi sölu á Bretlandi. Tekið verulega til í rekstri FL Group Hvað FL Group varðar segir Jón Ásgeir að ef Baugur hefði ekki komið að félaginu með þeim hætti sem varð í lok síðasta árs væri FL Group að öllum líkindum ekki til í dag. Hann orðar það sem svo að búið sé að koma FL Group í var. Hins vegar hafi verið ákveðið að taka verulega til í rekstrinum hjá FL Group. Hvað varðar hinn himinnháa rekstrarkostnað hjá FL Group á síðasta ári, rúmlega sex milljarðar króna, segir Jón Ásgeir að sú upphæð hafi komið sér verulega á óvart. Hann segir að gera hefði mátt miklu betur og að núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við neitt svipað í framtíðinni. Og hvað varðar háan starfslokasamning Hannesar Smárasonar segir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða hluta af ráðningarsamningi Hannesar og því ekki hægt annað en að standa við starfslokasamninginn. Vonbrigði með ákvörðun Seðlabankans Eins og fram hefur komið í fréttum yfir helgina var Jón Ásgeir spurður út í stöðu bankana. Hann var einnig spurður um hugsanlega sameiningu á bankamarkaðinum hér og þá einkum sameiningu sparisjóðanna við einhvern af stóru bönkunum. Skilja mátti á orðum hans að vel kæmi til greina að sameina sparisjóðina og Glitni en Baugur á stóran hlut í Glitni. Í umræðum um Evrópubandalagið og krónuna segir Jón Ásgeir að hann skilji ekki þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að ætla ekkert að ræða Evrópumálin og hugsanlega sameiningu við Evrópubandalagið á þessu kjörtímabili. Að hans mati er nauðsynlegt að byrja að skoða þetta mál strax svo hægt sé að taka réttar ákvarðnir í framtíðinni. Hvað krónuna varðar segir Jón Ásgeir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, hann hefði viljað sjá lækkunarferli hefjast núna. Jón Ásgeir bendir á að nú sé hættan sú að þegar stýrivaxtalækkunarferlið hefjist verði það mjög bratt. „Það er ekki traustvekjandi að þurfa að lækka þessa vexti um eitt til tvö prósent í einu," segir Jón Ásgeir og bendir jafnframt á að ef slíkt gerist muni krónubréfaútgáfan fjúka út um gluggan með tilheyrandi veikingu krónunnar.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent