Segir Baug hafa bjargað FL Group 18. febrúar 2008 12:49 Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve mikill hagnaðurinn verður þar sem slíkt eigi eftir að kynna fyrir stjórn félagsins. Aðspurður um hvort björgun FL Group og erfiðleikar í smásöluverslunni á Bretlandseyjum hafi ekki sett strik í reikninginn segir Jón Ásgeir meðal annars að erfiðleikarnar í smásöluverslunni hafi að mestu verið í fjölmiðlum. „Okkar vörumerki á Bretlandseyjum eru velstödd og eftirsótt á öðrum mörkum," segir Jón Ásgeir og bendir á að salan á þessum merkjum hafi aukist í Mið-Austurlöndum og Asíu sem vegi upp minnkandi sölu á Bretlandi. Tekið verulega til í rekstri FL Group Hvað FL Group varðar segir Jón Ásgeir að ef Baugur hefði ekki komið að félaginu með þeim hætti sem varð í lok síðasta árs væri FL Group að öllum líkindum ekki til í dag. Hann orðar það sem svo að búið sé að koma FL Group í var. Hins vegar hafi verið ákveðið að taka verulega til í rekstrinum hjá FL Group. Hvað varðar hinn himinnháa rekstrarkostnað hjá FL Group á síðasta ári, rúmlega sex milljarðar króna, segir Jón Ásgeir að sú upphæð hafi komið sér verulega á óvart. Hann segir að gera hefði mátt miklu betur og að núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við neitt svipað í framtíðinni. Og hvað varðar háan starfslokasamning Hannesar Smárasonar segir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða hluta af ráðningarsamningi Hannesar og því ekki hægt annað en að standa við starfslokasamninginn. Vonbrigði með ákvörðun Seðlabankans Eins og fram hefur komið í fréttum yfir helgina var Jón Ásgeir spurður út í stöðu bankana. Hann var einnig spurður um hugsanlega sameiningu á bankamarkaðinum hér og þá einkum sameiningu sparisjóðanna við einhvern af stóru bönkunum. Skilja mátti á orðum hans að vel kæmi til greina að sameina sparisjóðina og Glitni en Baugur á stóran hlut í Glitni. Í umræðum um Evrópubandalagið og krónuna segir Jón Ásgeir að hann skilji ekki þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að ætla ekkert að ræða Evrópumálin og hugsanlega sameiningu við Evrópubandalagið á þessu kjörtímabili. Að hans mati er nauðsynlegt að byrja að skoða þetta mál strax svo hægt sé að taka réttar ákvarðnir í framtíðinni. Hvað krónuna varðar segir Jón Ásgeir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, hann hefði viljað sjá lækkunarferli hefjast núna. Jón Ásgeir bendir á að nú sé hættan sú að þegar stýrivaxtalækkunarferlið hefjist verði það mjög bratt. „Það er ekki traustvekjandi að þurfa að lækka þessa vexti um eitt til tvö prósent í einu," segir Jón Ásgeir og bendir jafnframt á að ef slíkt gerist muni krónubréfaútgáfan fjúka út um gluggan með tilheyrandi veikingu krónunnar. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, segir að góður hagnaður verði hjá félaginu eftir síðasta ár þrátt fyrir erfiðleikana sem verið hafa í fjárhagslífi heimsins. Þetta kom fram í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Jón Ásgeir vill ekki gefa upp hve mikill hagnaðurinn verður þar sem slíkt eigi eftir að kynna fyrir stjórn félagsins. Aðspurður um hvort björgun FL Group og erfiðleikar í smásöluverslunni á Bretlandseyjum hafi ekki sett strik í reikninginn segir Jón Ásgeir meðal annars að erfiðleikarnar í smásöluverslunni hafi að mestu verið í fjölmiðlum. „Okkar vörumerki á Bretlandseyjum eru velstödd og eftirsótt á öðrum mörkum," segir Jón Ásgeir og bendir á að salan á þessum merkjum hafi aukist í Mið-Austurlöndum og Asíu sem vegi upp minnkandi sölu á Bretlandi. Tekið verulega til í rekstri FL Group Hvað FL Group varðar segir Jón Ásgeir að ef Baugur hefði ekki komið að félaginu með þeim hætti sem varð í lok síðasta árs væri FL Group að öllum líkindum ekki til í dag. Hann orðar það sem svo að búið sé að koma FL Group í var. Hins vegar hafi verið ákveðið að taka verulega til í rekstrinum hjá FL Group. Hvað varðar hinn himinnháa rekstrarkostnað hjá FL Group á síðasta ári, rúmlega sex milljarðar króna, segir Jón Ásgeir að sú upphæð hafi komið sér verulega á óvart. Hann segir að gera hefði mátt miklu betur og að núverandi stjórnendur félagsins muni ekki sætta sig við neitt svipað í framtíðinni. Og hvað varðar háan starfslokasamning Hannesar Smárasonar segir Jón Ásgeir að um hafi verið að ræða hluta af ráðningarsamningi Hannesar og því ekki hægt annað en að standa við starfslokasamninginn. Vonbrigði með ákvörðun Seðlabankans Eins og fram hefur komið í fréttum yfir helgina var Jón Ásgeir spurður út í stöðu bankana. Hann var einnig spurður um hugsanlega sameiningu á bankamarkaðinum hér og þá einkum sameiningu sparisjóðanna við einhvern af stóru bönkunum. Skilja mátti á orðum hans að vel kæmi til greina að sameina sparisjóðina og Glitni en Baugur á stóran hlut í Glitni. Í umræðum um Evrópubandalagið og krónuna segir Jón Ásgeir að hann skilji ekki þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að ætla ekkert að ræða Evrópumálin og hugsanlega sameiningu við Evrópubandalagið á þessu kjörtímabili. Að hans mati er nauðsynlegt að byrja að skoða þetta mál strax svo hægt sé að taka réttar ákvarðnir í framtíðinni. Hvað krónuna varðar segir Jón Ásgeir að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, hann hefði viljað sjá lækkunarferli hefjast núna. Jón Ásgeir bendir á að nú sé hættan sú að þegar stýrivaxtalækkunarferlið hefjist verði það mjög bratt. „Það er ekki traustvekjandi að þurfa að lækka þessa vexti um eitt til tvö prósent í einu," segir Jón Ásgeir og bendir jafnframt á að ef slíkt gerist muni krónubréfaútgáfan fjúka út um gluggan með tilheyrandi veikingu krónunnar.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira