Innlent

Vilhjálmur á leið á borgarstjórnarfund

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson keyrir á milli funda í dag.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson keyrir á milli funda í dag.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi er nú í þessum töluðum orðum á leið á borgarstjórnarfund í Ráðhúsinu. Eins og kom fram á Vísi rétt áðan var Vilhjálmur ekki mættur á fundinn þegar hann byrjaði og hafði ekki boðað forföll.

"Ég var á öðrum fundi og er á leið á borgarstjórnarfundinn. Ég og mínir samstarfsmenn hafa legið yfir þessari þriggja ára áætlun og lokið þeirri vinnu," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi.

Aðspurður hvort tilkynningar um pólitíska framtíð hans sé að vænta í þessari viku, líkt og Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði eftir um helgina, sagðist Vilhjálmur ekki geta sagt til um það. "Ég er að fara yfir þessi mál með mínum nánustu aðstandendum og læt heyra í mér þegar ég er tilbúinn," segir Vilhjálmur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×