Þingmaður græddi tugþúsundir á fjárhættuspili Andri Ólafsson skrifar 20. febrúar 2008 14:47 Birkir Jón Jónsson Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættuspilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna. Heimildir Vísis herma að Birkir Jón hafi grætt um 50 þúsund krónur þetta kvöld. Birkir Jón neitar því hins vegar sjálfur og vill ekki tjá sig um hversu mikla peninga hann spilaði fyrir. „Ég spilaði nokkur spil um helgina eins og fjöldi annarra manna gerði. Ég tók m.a. þátt í bridgehátíð, ásamt hundruðum manna. Þar voru þátttökugjöld innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig. Síðan stóð ég upp frá borðinu og settist niður við annað, þar sem einnig var fjöldi fólks saman komið. Þar voru einnig innheimt þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út," segir Birkir Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt pókermót sem haldið var af forsvarsmönnum netverslunarinnar Gizmo. „Í því ljósi að annað mótið var algjörlega spilað fyrir opnum tjöldum og myndir sýndar af því í ljósvakamiðlum og það því auðvitað talið fullkomlega eðlilegt eins og ég hef alla tíð álitið bridgemót vera, hlýt ég að spyrja hvenær spil er löglegt og hvenær það verður ólöglegt ?," spyr Birkir. Vísir hefur haft spurnir af því að skipulagðir pókerleikir af þessu tagi, þar sem menn koma saman og spila upp á háar fjárhæðir, finnist víðs vegar um Reykjavíkurborg um hverja helgi. Lögregla hefur hefur í nokkur skipti haft afskipti af skipulögðum pókerleikjum af þessu tagi en samkvæmt almennum hegningarlögum skar hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir einnig í almennum hegningarlögum að hver sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Birkir tók þátt í tveimur spilamótum um helgina. Hér er hann með makker sínum, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, á bridgemóti á Hótel Loftleiðum. „Hvaða tvískinnungur er þetta í opnu lýðræðislegu samfélagi þegar maður stendur upp frá einu borði með bæjarstjórum, seðlabankastjórum og hæstaréttadómurum, með myndavélarnar yfir sér, og sest að öðru þar sem maður notar nánast sama spilastokk, og þar er einnig kominn saman fjöldi fólks, þá er seinna spilið gert tortryggilegt?" spyr Birkir. „Ef maður horfir svo á þetta í heildarsamhengi þá telst það ekki fjárhættuspil að kaupa miða í happdrætti Háskólans, spila bingó í Vinabæ, spila í spilakössum og þar fram eftir götunum. Auðvitað mun ég því halda áfram að taka þátt í hinum ýmsu spilamótum og reikna með að það muni aðrir áhugamenn gera líka," segir Birkir. Tengdar fréttir Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34 „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættuspilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna. Heimildir Vísis herma að Birkir Jón hafi grætt um 50 þúsund krónur þetta kvöld. Birkir Jón neitar því hins vegar sjálfur og vill ekki tjá sig um hversu mikla peninga hann spilaði fyrir. „Ég spilaði nokkur spil um helgina eins og fjöldi annarra manna gerði. Ég tók m.a. þátt í bridgehátíð, ásamt hundruðum manna. Þar voru þátttökugjöld innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig. Síðan stóð ég upp frá borðinu og settist niður við annað, þar sem einnig var fjöldi fólks saman komið. Þar voru einnig innheimt þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út," segir Birkir Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt pókermót sem haldið var af forsvarsmönnum netverslunarinnar Gizmo. „Í því ljósi að annað mótið var algjörlega spilað fyrir opnum tjöldum og myndir sýndar af því í ljósvakamiðlum og það því auðvitað talið fullkomlega eðlilegt eins og ég hef alla tíð álitið bridgemót vera, hlýt ég að spyrja hvenær spil er löglegt og hvenær það verður ólöglegt ?," spyr Birkir. Vísir hefur haft spurnir af því að skipulagðir pókerleikir af þessu tagi, þar sem menn koma saman og spila upp á háar fjárhæðir, finnist víðs vegar um Reykjavíkurborg um hverja helgi. Lögregla hefur hefur í nokkur skipti haft afskipti af skipulögðum pókerleikjum af þessu tagi en samkvæmt almennum hegningarlögum skar hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir einnig í almennum hegningarlögum að hver sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Birkir tók þátt í tveimur spilamótum um helgina. Hér er hann með makker sínum, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, á bridgemóti á Hótel Loftleiðum. „Hvaða tvískinnungur er þetta í opnu lýðræðislegu samfélagi þegar maður stendur upp frá einu borði með bæjarstjórum, seðlabankastjórum og hæstaréttadómurum, með myndavélarnar yfir sér, og sest að öðru þar sem maður notar nánast sama spilastokk, og þar er einnig kominn saman fjöldi fólks, þá er seinna spilið gert tortryggilegt?" spyr Birkir. „Ef maður horfir svo á þetta í heildarsamhengi þá telst það ekki fjárhættuspil að kaupa miða í happdrætti Háskólans, spila bingó í Vinabæ, spila í spilakössum og þar fram eftir götunum. Auðvitað mun ég því halda áfram að taka þátt í hinum ýmsu spilamótum og reikna með að það muni aðrir áhugamenn gera líka," segir Birkir.
Tengdar fréttir Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34 „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Sjá meira
Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34
„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08