Innlent

Skrifstofustjóri þingflokks Framsóknar til varnar Birki Jóni

Helga Sigrún Harðardóttir.
Helga Sigrún Harðardóttir.

„Birkir hvorki hýsti mótið eða hefur af því atvinnu, svo tilgangur fréttarinnar er í sjálfu sér hulin ráðgáta. Ekki man ég eftir að menn hafi setið fyrir utan Vinabæ í Skipholtinu og skrifað fréttir um þá sem stunda fjárhættuspilið bingó þar á sunnudagskvöldum,“ skrifar Helga Sigrún Harðardóttir, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.

Helga Sigrún skrifar pistil í kjölfar fréttar Vísis um þáttöku þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar í ólöglegu fjárhættuspili um helgina.

Birkir Jón spilaði póker í húsi við Ingólfstorg og segist hafa lagt 20 þúsund krónur undir og labbað út með 38 þúsund.

„Birkir Jón tók þátt í bridgemóti þessa sömu helgi með seðlabankastjórum, dómurum og bæjarstjórum þar sem reglurnar voru alveg þær sömu og á pókermótinu. Innheimt voru þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út. Þannig mætti nefna snókermót, pílumót, golfmót, bingó, lottó og getraunir í sömu andránni. Að ekki sé talað um spilakassa Háskólans og SÁÁ eða vefsíður sem bjóða upp á leiki af þessu tagi," skrifar skrifstofustjórinn enn fremur.

Pistil Helgu Sigrúnar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×