Innlent

Farsælast fyrir Össur að sofa á nóttunni segir Geir

Ætli menn að verða ráðherrar lengi eiga þeir að vinna og skrifa á daginn, en sofa á nóttunni, segir forsætisráðherra.

Í færslu sem birtist á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra aðfaranótt miðvikudagsins fór Össur hörðum orðum um Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa og sagði meðal annars pólitískan feril hans á enda.

Bloggfærslan, og á hvaða tíma sólarhringsins hún var skrifuð, hefur vakið mikið umtal en Össur hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Á opinberum vettvangi í dag lét hann hins vegar þau orð falla að nokkuð sérstök stemming hafi verið á ríkisstjórnarfundi í morgun í kjölfar bloggfærslu sinnar.

Geir H. Haarde forsætisráðherra finnst lítið til skrifa Össurar koma. Þegar hann var spurður út í þau í dag sagði hann að ef menn ætli að verða ráðherrar lengi eiga þeir að vinna og skrifa á daginn en sofa á nóttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×