Meiðsli Eduardo meðal þeirra verstu í sögunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 15:10 Cesc Fabregas átti greinilega erfitt með sig eftir að hafa orðið vitni af meiðslum Eduardo í dag. Nordic Photos / AFP Nú þegar er ljóst að meiðslin sem Eduardo Da Silva hlaut í leik Arsenal og Birmingham verður minnst sem einna verstu meiðslanna í sögu breskrar knattspyrnu. Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu. Atvikið átti sér stað strax á þriðju mínútu leiksins en hlúa þurfti að honum í næstum átta mínútur inn á vellinum. Greinilegt var á viðbrögðum manna inn á vellinum að meiðslin voru sérstaklega slæm. Ákveðið var strax að sýna ekki hægar endursýningar af atvikinu í sjónvarpinu eins og svo algengt er. Vísir rifjar hér upp einhver verstu meiðsli síðustu ára í boltanum. David Busst Varnarmaður hjá Coventry og lenti saman í árekstri við Denis Irwin, leikmann Manchester United, í apríl árið 1996. Fótbrotnaði það illa að beinið rauf húðina og þurfti sérstaklega að þrífa blóðið af vellinum eftir hann. Peter Schmeichel, markvörður United, þurfti á áfallahjálp að halda eftir að hafa orðið vitni að atvikinu. Busst lék aldrei aftur sem atvinnumaður í knattspyrnu. Luc Nilis Belgískur framherji hjá Aston Villa sem meiddist í leik gegn Ipswich í september árið 2000. Hann tvíbrotnaði á fæti er hann lenti í samstuði við markvörð Ipswich og lagði skóna á hilluna í janúar. Djibril Cisse Framherji hjá Liverpool sem var tæklaður af James McEvely í október árið 2004. Vinstri fóturinn lagðist saman undir honum með skelflilegum afleiðingum. Búist var við því að hann myndi missa af tímabilinu en hann náði sér fljótt á strik og lék með Liverpool í Meistaradeildinni í apríl. Hann meiddist svo aftur gríðarlega illa í landsleik með Frakklandi skömmu fyrir HM í Þýskalandi sem hann missti af í kjölfarið. Henrik Larsson Framherji hjá Celtic sem tvíbrotnaði í leik gegn Lyon í UEFA-bikarkeppninni í október 1999. John Barnes var stjóri Celtic á þessum tíma og sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera. Legghlíf fór nefnilega úr skorðum sem gerði það að verkum að fótbrotið leit út fyrir að vera mun verra en það var. Stan Collymore Framherji hjá Leicester sem fótbrotnaði í leik gegn Derby í apríl árið 2000. Huga þurfti að honum í sex mínútur inn á vellinum og hann þurfti að anda með aðstoð súrefnisgrímu áður en hann var tekinn af velli. Alan Smith Framherji Manchester United sem meiddist í bikarleik gegn Liverpool. Hann brotnaði á vinstri fæti og fór úr lið á ökkla eftir að hafa lent illa eftir að hafa reynt að verjast aukaspyrnu frá John Arne Riise. Hann var fluttur á sjúkrahús og var á hliðarlínunni í sjö mánuði í kjölfarið. Kieron Dyer Dyer er leikmaður West Ham sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á ferlinum. Hann varð þó fyrir sínum verstu meiðslum í ágúst síðastliðnum er hann tvíbrotnaði á hægri fæti eftir tæklingu Joe Jacobson, leikmanni Bristol, í ensku deildabikarkeppninni. Hann hefur ekki spilað síðan. Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira
Nú þegar er ljóst að meiðslin sem Eduardo Da Silva hlaut í leik Arsenal og Birmingham verður minnst sem einna verstu meiðslanna í sögu breskrar knattspyrnu. Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu. Atvikið átti sér stað strax á þriðju mínútu leiksins en hlúa þurfti að honum í næstum átta mínútur inn á vellinum. Greinilegt var á viðbrögðum manna inn á vellinum að meiðslin voru sérstaklega slæm. Ákveðið var strax að sýna ekki hægar endursýningar af atvikinu í sjónvarpinu eins og svo algengt er. Vísir rifjar hér upp einhver verstu meiðsli síðustu ára í boltanum. David Busst Varnarmaður hjá Coventry og lenti saman í árekstri við Denis Irwin, leikmann Manchester United, í apríl árið 1996. Fótbrotnaði það illa að beinið rauf húðina og þurfti sérstaklega að þrífa blóðið af vellinum eftir hann. Peter Schmeichel, markvörður United, þurfti á áfallahjálp að halda eftir að hafa orðið vitni að atvikinu. Busst lék aldrei aftur sem atvinnumaður í knattspyrnu. Luc Nilis Belgískur framherji hjá Aston Villa sem meiddist í leik gegn Ipswich í september árið 2000. Hann tvíbrotnaði á fæti er hann lenti í samstuði við markvörð Ipswich og lagði skóna á hilluna í janúar. Djibril Cisse Framherji hjá Liverpool sem var tæklaður af James McEvely í október árið 2004. Vinstri fóturinn lagðist saman undir honum með skelflilegum afleiðingum. Búist var við því að hann myndi missa af tímabilinu en hann náði sér fljótt á strik og lék með Liverpool í Meistaradeildinni í apríl. Hann meiddist svo aftur gríðarlega illa í landsleik með Frakklandi skömmu fyrir HM í Þýskalandi sem hann missti af í kjölfarið. Henrik Larsson Framherji hjá Celtic sem tvíbrotnaði í leik gegn Lyon í UEFA-bikarkeppninni í október 1999. John Barnes var stjóri Celtic á þessum tíma og sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera. Legghlíf fór nefnilega úr skorðum sem gerði það að verkum að fótbrotið leit út fyrir að vera mun verra en það var. Stan Collymore Framherji hjá Leicester sem fótbrotnaði í leik gegn Derby í apríl árið 2000. Huga þurfti að honum í sex mínútur inn á vellinum og hann þurfti að anda með aðstoð súrefnisgrímu áður en hann var tekinn af velli. Alan Smith Framherji Manchester United sem meiddist í bikarleik gegn Liverpool. Hann brotnaði á vinstri fæti og fór úr lið á ökkla eftir að hafa lent illa eftir að hafa reynt að verjast aukaspyrnu frá John Arne Riise. Hann var fluttur á sjúkrahús og var á hliðarlínunni í sjö mánuði í kjölfarið. Kieron Dyer Dyer er leikmaður West Ham sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á ferlinum. Hann varð þó fyrir sínum verstu meiðslum í ágúst síðastliðnum er hann tvíbrotnaði á hægri fæti eftir tæklingu Joe Jacobson, leikmanni Bristol, í ensku deildabikarkeppninni. Hann hefur ekki spilað síðan.
Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Sjá meira