Lífið

Ógeðfelld orð um mömmu fylltu mælinn

Það var tilfinningaþrungin stund þegar tilkynnt var um sigur Eurobandsins.
Það var tilfinningaþrungin stund þegar tilkynnt var um sigur Eurobandsins. Mynd/ Daníel.

Mercedes Club, sem hefur hreinlega gert allt vitlaust undanfarnar vikur með laginu Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey, hefur skrifað undir útgáfusamning við Senu. Gillzenegger, hljómborðsleikari sveitarinnar, sagði í samtali við Vísi nú undir kvöld að ekki lægi fyrir hvenær hljómdiskur kæmi út. Hann sagði þó mikið að gera hjá Mercedes Club eftir að undankeppni Evróvision lauk.

En það er ekki tónlistin sem hefur vakið mesta athygli frá því að undankeppnin fór fram á laugardaginn heldur pillur sem þeir Gillzenegger og Friðrik Ómar, úr Eurobandinu, hafa verið að senda hvor öðrum í fjölmiðlum. Deilurnar má rekja til þess að Friðrik Ómar sagði þegar sigurlagið var kynnt: „Glymur hæst í tómri tunnu."

Þeir Friðrik Ómar og Gillzenegger ræddu málin í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þar sagði Friðrik að stuðningsmenn Mercedes Club hefðu haft uppi mörg ógeðfelld orð, sem hann gæti ekki haft eftir. „En þau voru meðal annars um móður mína og það fyllti mælinn hjá mér," sagði Friðrik Ómar í Kastljósinu.

Gillzenegger sagði í Íslandi í dag að hann væri mjög sáttur við frammistöðu Mercedes Club í keppninni. Tæknileg vandamál hefðu hins vegar gert söngkonu hljómsveitarinnar erfitt fyrir en hann væri stoltur af framlagi hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×