Innlent

Þvagleggskonan missti prófið

María Bergsdóttir
María Bergsdóttir

Dómur í svokölluðu Þvagleggsmáli féll í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. María Bergsdóttir sem ákærð var fyrir ölvun við akstur var svipt ökuleyfi í eitt ár en auk þess fékk hún 30 daga skilorðsbundið fangelsi.

Málið sem um ræðir átti sér stað í mars á síðasta ári, þegar tekið var þvagsýni úr Maríu með þvaglegg á lögreglustöðinni á Selfossi, eftir að hún hafði ekið út af rétt við Þingborg. Nota þurfti valdbeitingu við sýnatökuna, sem hjúkrunarfræðingur og læknir önnuðust og reyndist umtalsvert magn af alkóhóli í blóði konunnar.

Einn af ákæruliðunum snéri að meintum hótunum Maríu í garð lögreglumanna. Hótaði hún meðal annars tveimur lögreglumönnum lífláti á lögreglustöðinni. Hún neitaði því fyrir dómi en sagðist að öðru leyti ekki muna eftir atvikinu.

Dómari komst hinsvegar að því að með hótununum hefði konan brotið gegn valdsstjórninni og var hún því sakfelld fyrir þá háttsemi.

María þarf einnig að greiða allan sakarkostnað, rúmar 350.000 krónur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×