Erlent

Geðdeyfðarlyf eru að mestu gagnlaus

Ný kynslóð af geðdeyfðarlyfjum á borð við Prozac og Seroxat hafa litla sem enga virkni fyrir það fólk sem notar þessi lyf. Í flestum tilvikum er jafngott að bryðja brjóstsykur.

Vísindamenn við háskólann í Hull hafa komist að því að geðdeyfðarlyfin virka aðeins hjá þeim hvað alvarlegast þjást af geðdeyfð eða þunglyndi. Í flestum tilfella er virknin lítil sem engin.

Vísindamennirnir skoðuðu niðurstöður úr 47 klínískum rannsóknum sem gerðar voru áður en lyfin voru markaðssett. Þar á meðal voru niðurstöður rannsókna sem aldrei hafa verið birtar opinberlega áður en vísindamennirnir fengu aðgang að þeim í gegnum upplýsingalöggjöf Bandaríkjanna. Fram kemur að jafngóður árangur náðist meðal sjúklinga hvort sem þeir notuðu lyfin eða gerfipillurnar sem gefnar voru til að fá samanburð á virkni lyfjanna.

Bæði GlaxoSmithKline sem framleiðir Seroxat og Eli Lily sem framleiðir Prozac hafa mótmælt þessum niðurstöðum harðlega og segja að þær byggist á hluta af niðurstöðunum úr hinum klínísku rannsóknum.

Málið hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi þar sem talið er að um 16 milljón manns noti geðdeyfðarlyf að staðaldri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×